Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Garðyrkjubændur gerðu sér glaðan dag
Líf og starf 7. desember 2015

Garðyrkjubændur gerðu sér glaðan dag

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á þessu ári eru liðin 60 ár frá stofnun Sambands garðyrkjubænda. Af því tilefni komu félagar og gestir þeirra saman til fundar og hátíðarhalda þann 20. nóvember síðastliðinn.

Dagskráin hófst fyrir hádegi í Reykholti í Biskupstungum með heimsókn í garðyrkjustöðvarnar Gufuhlíð, Friðheima og Espiflöt þar sem gestgjafar kynntu starfsemi sína og buðu veitingar. Yfir 80 manns mættu enda áhugverðar kynningar í boði.

Að loknum heimsóknum lá leiðin að Flúðum þar sem gengið var til fundar.  Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, og Gunnar Þorgeirsson, formaður stjórnar Sambands garðyrkjubænda, kynntu stöðu mála í viðræðum um gerð búvörusamninga. 

Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri kokkalandsliðsins, flutti félagsmönnum hugvekju um garðyrkjuafurðir og gæðamatseld. Magnús Á. Ágústsson og Helgi Jóhannesson, garðyrkjuráðunautar Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, fóru yfir ýmsa faglega þætti garðyrkjunnar.

Á fundinum kom fram að á fjölmennustu garðyrkjustöðvum landsins starfa um 30 manns þegar mest er og því mikil umsvif í þessari vaxandi atvinnugrein.

Hápunktur fundarins var frumsýning á heimildakvikmynd um íslenska garðyrkju sem Sambandið lét gera í samstarfi við Profilm og Guðríði Helgadóttur í tilefni afmælisins. Myndin hefur verið sýnd í Ríkissjónvarpinu og er aðgengileg öllum í Sarpinum. 

Um kvöldið bauð sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra upp á fordrykk og í framhaldinu var hátíðarkvöldverður, skemmtidagskrá og dansleikur.

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...