Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Lars Lund í fjárhúsunum á Hallgilsstöðum. Íslenska sauðféð ætti að vera nokkuð kunnuglegt, enda náskylt því grænlenska.
Lars Lund í fjárhúsunum á Hallgilsstöðum. Íslenska sauðféð ætti að vera nokkuð kunnuglegt, enda náskylt því grænlenska.
Mynd / ÁL
Líf og starf 22. desember 2023

Grænlensk fjölskylda tekur við sauðfjárbúi

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Lars Lund og Tupaarnaq Bjerge Motzfeldt tóku við búskap á Hallgilsstöðum í ágúst síðastliðnum. Þau eru bæði uppalin á sauðfjárbúum á Suður-Grænlandi.

Nýju ábúendurnir á Hallgilsstöðum. Tupaarnaq Bjerge Motzfeldt og Lars Lund ásamt börnum sínum, Inuik sex ára, Paarma fjögurra ára og Anguik tveggja ára.

Lars kynntist héraðinu þegar hann var í verknámi í tengslum við búfræðinám sitt fyrir áratug. Þá starfaði hann sem vinnumaður á Sauðanesi í Langanesbyggð.

Hann hefur haldið góðum tengslum við fólkið þar síðan þá og benti Ágúst Marinó Ágústsson, bóndinn á Sauðanesi, honum á að sækja um þegar sveitarfélagið auglýsti eftir nýjum ábúendum á Hallgilsstaði 1 í vor.

Gott tækifæri

Lars og Tupaarnaq gerðu sér ekki miklar vonir um að vera valin, enda voru sex aðrir umsækjendur sem sýndu jörðinni áhuga. Þau hlutu hins vegar ábúðina í sumar og höfðu skamman tíma til að flytja frá Grænlandi. Aðspurður af hverju þau ákváðu að flytja til Íslands, segir Lars að tengdafaðir hans á Grænlandi sé enn ungur og ekki komið að ábúendaskiptum þar. Í Hallgilsstöðum hafi falist gott tækifæri sem þau ákváðu að grípa.

Börnin þeirra eru þrjú, drengurinn Inuik, sex ára, stúlkan Paarma, fjögurra ára og Anguik, tveggja ára drengur. Þau eru komin í grunnskóla og leikskóla og segir Lars að þeim gangi vel að læra íslensku. Þá er Lars afar þakklátur fyrir hversu vel nærsamfélagið hefur tekið fjölskyldunni.

Þrjú hundruð kindur

Nú eru liðlega þrjú hundruð kindur í fjárhúsunum. Þá eru tvær geitur, fimm hænur, fimm hestar og einn hundur á bænum. Þau keyptu sjötíu kindur frá fyrri ábúendum, en hinar hafi bæði komið frá sveitungum og bændum lengra að.

Stefnan sé að stækka stofninn upp í sex hundruð ær, sem sé sá fjöldi sem fjárhúsin rúma.

Tupaarnaq hefur ákveðin tengsl við Ísland, en systir hennar lagði stund á búfræðinám á Hvanneyri og fór faðir hennar í verknám á Ytra-Áland. Hún hefur þó ekki dvalið á Íslandi áður, nema á ferðalögum. Nú er Tupaarnaq við nám í ferðamálafræðum og vonast unga parið til að geta byggt upp ferðaþjónustu á bænum í einhverri mynd.

Nú eru liðlega þrjú hundruð kindur á Hallgilsstöðum, en stefnan er að fjölga upp í sex hundruð.

Úr landbúnaðarhéraði

Uppeldisstöðvar unga parsins eru í nágrenni Qaqortoq, sem er stærsti bærinn á Suður-Grænlandi. Svæðið var áður nefnt Eystribyggð af norrænum mönnum.

Nokkuð er um sauðfjárbúskap í því héraði og segir Lars búskaparhættina mjög svipaða því sem hann hefur kynnst á Íslandi. Sauðfjárkynið þar sé náskylt því íslenska með smávægilegum áhrifum frá norsku fé. Í samanburði eru grænlensku kindurnar háfættari og segir Lars þær skila af sér ögn minna af kjöti.

Nýir Íslandsmeistarar
Líf og starf 14. mars 2025

Nýir Íslandsmeistarar

Landsliðsmennirnir Sigurbjörn Haraldsson og Magnús Magnússon urðu Íslandsmeistar...

Góður í dreifbýli og borg
Líf og starf 13. mars 2025

Góður í dreifbýli og borg

Bændablaðið fékk til prufu nýjan rafmagnsbíl af gerðinni Polestar 3. Þessi bílat...

Ljóðskáld á tíræðisaldri
Líf og starf 12. mars 2025

Ljóðskáld á tíræðisaldri

Ásmundur Magnús Hagalínsson hefur gefið út sína fyrstu ljóðabók, en hann er nýor...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 10. mars 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn kemur sterkur inn í næstu vikur. Hann þarf að nýta krafta sína vel o...

Nýburagjafir vekja lukku
Líf og starf 5. mars 2025

Nýburagjafir vekja lukku

Nokkur sveitarfélög halda uppi þeirri skemmtilegu hefð að gefa nýburum ársins í ...

Litrík snjókorn
Líf og starf 5. mars 2025

Litrík snjókorn

Prjónuð peysa úr 1 þræði DROPS Fabel og 1 þræði DROPS Brushed Alpaca Silk. Stykk...

Galdrarnir gerast á hverri æfingu
Líf og starf 4. mars 2025

Galdrarnir gerast á hverri æfingu

Sextíu manns koma að uppsetningu söngleiksins vinsæla Lands míns föður sem sýndu...

Norðurlandamót ungmenna í skák
Líf og starf 4. mars 2025

Norðurlandamót ungmenna í skák

Norðurlandamót ungmenna í skák fór fram í Borgarnesi 14. - 16. febrúar. Mótið á ...