Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Birgir Steinn Birgisson og Toomas Raabe hjá Ficus í Hveragerði með úrval af jólastjörnum í mismunandi stærðum og litum.
Birgir Steinn Birgisson og Toomas Raabe hjá Ficus í Hveragerði með úrval af jólastjörnum í mismunandi stærðum og litum.
Mynd / ghp
Líf og starf 7. desember 2023

Hátíðarbragur með jólastjörnum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Jólastjarna er eitt vinsælasta jólablómið á Íslandi. Þessa dagana eru jólastjörnur íslenskra blómaframleiðenda að tínast inn í búðir.

Tvílit jólastjarna.

Árlega eru framleiddar um 35.000 jólastjörnur hér á landi. Birgir Steinn Birgisson, pottaplöntuframleiðandi í Ficus ehf. í Hveragerði, er þar umfangsmestur með um 25.000 jólastjörnur, bæði stórar og litlar og í mörgum litum, en hinar rauðu klassísku eru þó alltaf mest keyptar. „Íslendingar eru fastheldnir á liti, en þó er ég með hvítar, bleikar, dökkbleikar, appelsínugular og tvílitar jólastjörnur. Svo er ég mikið fyrir „míní“ útgáfur enda svo lítill karl,“ segir Birgir kampakátur.

Jólastjörnur eru fjölærar plöntur sem blómstra einu sinni á ári og er þá blómstrandi í 2–3 mánuði. „Það er þó ekki algilt að hún blómstri á næsta ári. Til þess að svo megi verða þarf hún að fá myrkur og rólegheit 14 tíma á sólarhring í nokkrar vikur þar til blöðin taka við sér og byrja að verða rauð.“Hann ráðleggur jólastjörnueigendum að huga að vökvun en plantan er þó ekkert mjög frek á vatnið.

„Ef fólk er með hana í hlífðarpotti þá er gott að vökva og hella svo afgangsvatni úr pottinum eftir 1–2 klukkutíma. Ef vatnið liggur í hlífðarpottinum þá fúnar það og þá fúna ræturnar og plantan drepst. Ef hún er ekki í hlífðarpotti þá skiptir ekki máli hvort fólk vökvar hana undir krana eða setur vatn í plattann undir pottinum. Nú, þegar búið er að vökva jólastjörnuna þá tekur maður hana upp og finnur hvað hún er þung. Eftir um þrjá daga er hún jafnþung. En þegar hún byrjar að léttast dálítið, kannski eftir 6 daga, þá er kominn tími til að vökva aftur. En um leið ertu búinn að finna út hvað þessi tiltekna planta þarf öra vökvun, hvort sem það eru fimm eða sjö dagar.“

Skylt efni: jólastjarna

Nýir Íslandsmeistarar
Líf og starf 14. mars 2025

Nýir Íslandsmeistarar

Landsliðsmennirnir Sigurbjörn Haraldsson og Magnús Magnússon urðu Íslandsmeistar...

Góður í dreifbýli og borg
Líf og starf 13. mars 2025

Góður í dreifbýli og borg

Bændablaðið fékk til prufu nýjan rafmagnsbíl af gerðinni Polestar 3. Þessi bílat...

Ljóðskáld á tíræðisaldri
Líf og starf 12. mars 2025

Ljóðskáld á tíræðisaldri

Ásmundur Magnús Hagalínsson hefur gefið út sína fyrstu ljóðabók, en hann er nýor...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 10. mars 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn kemur sterkur inn í næstu vikur. Hann þarf að nýta krafta sína vel o...

Nýburagjafir vekja lukku
Líf og starf 5. mars 2025

Nýburagjafir vekja lukku

Nokkur sveitarfélög halda uppi þeirri skemmtilegu hefð að gefa nýburum ársins í ...

Litrík snjókorn
Líf og starf 5. mars 2025

Litrík snjókorn

Prjónuð peysa úr 1 þræði DROPS Fabel og 1 þræði DROPS Brushed Alpaca Silk. Stykk...

Galdrarnir gerast á hverri æfingu
Líf og starf 4. mars 2025

Galdrarnir gerast á hverri æfingu

Sextíu manns koma að uppsetningu söngleiksins vinsæla Lands míns föður sem sýndu...

Norðurlandamót ungmenna í skák
Líf og starf 4. mars 2025

Norðurlandamót ungmenna í skák

Norðurlandamót ungmenna í skák fór fram í Borgarnesi 14. - 16. febrúar. Mótið á ...