Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Birgir Steinn Birgisson og Toomas Raabe hjá Ficus í Hveragerði með úrval af jólastjörnum í mismunandi stærðum og litum.
Birgir Steinn Birgisson og Toomas Raabe hjá Ficus í Hveragerði með úrval af jólastjörnum í mismunandi stærðum og litum.
Mynd / ghp
Líf og starf 7. desember 2023

Hátíðarbragur með jólastjörnum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Jólastjarna er eitt vinsælasta jólablómið á Íslandi. Þessa dagana eru jólastjörnur íslenskra blómaframleiðenda að tínast inn í búðir.

Tvílit jólastjarna.

Árlega eru framleiddar um 35.000 jólastjörnur hér á landi. Birgir Steinn Birgisson, pottaplöntuframleiðandi í Ficus ehf. í Hveragerði, er þar umfangsmestur með um 25.000 jólastjörnur, bæði stórar og litlar og í mörgum litum, en hinar rauðu klassísku eru þó alltaf mest keyptar. „Íslendingar eru fastheldnir á liti, en þó er ég með hvítar, bleikar, dökkbleikar, appelsínugular og tvílitar jólastjörnur. Svo er ég mikið fyrir „míní“ útgáfur enda svo lítill karl,“ segir Birgir kampakátur.

Jólastjörnur eru fjölærar plöntur sem blómstra einu sinni á ári og er þá blómstrandi í 2–3 mánuði. „Það er þó ekki algilt að hún blómstri á næsta ári. Til þess að svo megi verða þarf hún að fá myrkur og rólegheit 14 tíma á sólarhring í nokkrar vikur þar til blöðin taka við sér og byrja að verða rauð.“Hann ráðleggur jólastjörnueigendum að huga að vökvun en plantan er þó ekkert mjög frek á vatnið.

„Ef fólk er með hana í hlífðarpotti þá er gott að vökva og hella svo afgangsvatni úr pottinum eftir 1–2 klukkutíma. Ef vatnið liggur í hlífðarpottinum þá fúnar það og þá fúna ræturnar og plantan drepst. Ef hún er ekki í hlífðarpotti þá skiptir ekki máli hvort fólk vökvar hana undir krana eða setur vatn í plattann undir pottinum. Nú, þegar búið er að vökva jólastjörnuna þá tekur maður hana upp og finnur hvað hún er þung. Eftir um þrjá daga er hún jafnþung. En þegar hún byrjar að léttast dálítið, kannski eftir 6 daga, þá er kominn tími til að vökva aftur. En um leið ertu búinn að finna út hvað þessi tiltekna planta þarf öra vökvun, hvort sem það eru fimm eða sjö dagar.“

Skylt efni: jólastjarna

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 25. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn gæti átt von á þrálátum veikindum. Hann ætti að gæta vel að sjálfum ...

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...