Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Viðburður sem lýtur sömu lögmálum og „speed-dating“ nema bara til að tala íslensku.
Viðburður sem lýtur sömu lögmálum og „speed-dating“ nema bara til að tala íslensku.
Líf og starf 5. september 2023

Íslensku gefinn séns á Vestfjörðum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Gefum íslensku séns er heiti átaks sem hefur verið í gangi á Vestfjörðum í sumar.

Markmið verkefnisins er að stuðla að vitundarvakningu um íslensku sem annað mál og ná sem víðast um Vestfirði. Að því standa t.a.m. Háskólasetur Vestfjarða, Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Súðavíkurhreppur og Ísafjarðarbær.

Aukinn sýnileiki íslenskunnar

Ólafur Guðsteinn Kristjánsson er umsjónarmaður íslenskunámskeiða Háskólaseturs Vestfjarða. Hann segir ýmsa viðburði tileinkaða átakinu hafa verið í sumar, auk námskeiða. „Allt til þess að auka tækifæri fólks, innflytjenda, til að æfa sig í notkun tungumálsins og vekja móðurmálshafa til vitundar, sem er meginmarkmiðið, um hvað máltileinkun felur í sér.

Aukaafurð er aukinn sýnileiki íslenskunnar í enskuvæddum heimi,“ segir Ólafur. „Einstaklega skemmtileg er hin svokallaða hraðíslenska sem lýtur sömu lögmálum og „speed-dating“ nema augnamiðið er ekki að ná sér í maka heldur æfa sig í íslensku.“

Sjónum hefur einnig verið beint að börnum sem hafa annað móðurmál en íslensku og var til dæmis í byrjun ágúst námskeið á Ísafirði tileinkað þeim, undir nafninu Tungumálatöfrar.

Gefum íslensku séns-átakið á Vestfjörðum stendur hið minnsta til miðs nóvember og er vonast til að Hólmavík stökkvi einnig á vagninn, að sögn Ólafs.

Skylt efni: menntun

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...