Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Viðburður sem lýtur sömu lögmálum og „speed-dating“ nema bara til að tala íslensku.
Viðburður sem lýtur sömu lögmálum og „speed-dating“ nema bara til að tala íslensku.
Líf og starf 5. september 2023

Íslensku gefinn séns á Vestfjörðum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Gefum íslensku séns er heiti átaks sem hefur verið í gangi á Vestfjörðum í sumar.

Markmið verkefnisins er að stuðla að vitundarvakningu um íslensku sem annað mál og ná sem víðast um Vestfirði. Að því standa t.a.m. Háskólasetur Vestfjarða, Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Súðavíkurhreppur og Ísafjarðarbær.

Aukinn sýnileiki íslenskunnar

Ólafur Guðsteinn Kristjánsson er umsjónarmaður íslenskunámskeiða Háskólaseturs Vestfjarða. Hann segir ýmsa viðburði tileinkaða átakinu hafa verið í sumar, auk námskeiða. „Allt til þess að auka tækifæri fólks, innflytjenda, til að æfa sig í notkun tungumálsins og vekja móðurmálshafa til vitundar, sem er meginmarkmiðið, um hvað máltileinkun felur í sér.

Aukaafurð er aukinn sýnileiki íslenskunnar í enskuvæddum heimi,“ segir Ólafur. „Einstaklega skemmtileg er hin svokallaða hraðíslenska sem lýtur sömu lögmálum og „speed-dating“ nema augnamiðið er ekki að ná sér í maka heldur æfa sig í íslensku.“

Sjónum hefur einnig verið beint að börnum sem hafa annað móðurmál en íslensku og var til dæmis í byrjun ágúst námskeið á Ísafirði tileinkað þeim, undir nafninu Tungumálatöfrar.

Gefum íslensku séns-átakið á Vestfjörðum stendur hið minnsta til miðs nóvember og er vonast til að Hólmavík stökkvi einnig á vagninn, að sögn Ólafs.

Skylt efni: menntun

Nauðsyn samvinnu
Líf og starf 17. mars 2025

Nauðsyn samvinnu

Árið 2025 ýtir úr vör þungum róðri tískuiðnaðarins þar sem nýsköpun og sjálfbærn...

Úr sveit á sigurbraut
Líf og starf 17. mars 2025

Úr sveit á sigurbraut

Systkinin Árný Helga og Stefán Þór Birkisbörn voru meðal keppenda á Vetrarólympí...

Fjölnir Íslandsmeistari skákfélaga 2025
Líf og starf 17. mars 2025

Fjölnir Íslandsmeistari skákfélaga 2025

Íslandsmóti skákfélaga lauk um liðna helgi í Reykjavík. Skákdeild Fjölnis varð Í...

Nýir Íslandsmeistarar
Líf og starf 14. mars 2025

Nýir Íslandsmeistarar

Landsliðsmennirnir Sigurbjörn Haraldsson og Magnús Magnússon urðu Íslandsmeistar...

Góður í dreifbýli og borg
Líf og starf 13. mars 2025

Góður í dreifbýli og borg

Bændablaðið fékk til prufu nýjan rafmagnsbíl af gerðinni Polestar 3. Þessi bílat...

Ljóðskáld á tíræðisaldri
Líf og starf 12. mars 2025

Ljóðskáld á tíræðisaldri

Ásmundur Magnús Hagalínsson hefur gefið út sína fyrstu ljóðabók, en hann er nýor...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 10. mars 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn kemur sterkur inn í næstu vikur. Hann þarf að nýta krafta sína vel o...

Nýburagjafir vekja lukku
Líf og starf 5. mars 2025

Nýburagjafir vekja lukku

Nokkur sveitarfélög halda uppi þeirri skemmtilegu hefð að gefa nýburum ársins í ...