Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Frá veislu í Sagnagarði í Gunnarsholti. Talið frá vinstri: Sigurður Jónsson, Sveinn Runólfsson, Oddný Sæmundsdóttir og sr. Halldór Gunnarsson.
Frá veislu í Sagnagarði í Gunnarsholti. Talið frá vinstri: Sigurður Jónsson, Sveinn Runólfsson, Oddný Sæmundsdóttir og sr. Halldór Gunnarsson.
Mynd / Áskell Þórisson
Líf og starf 23. maí 2016

Kveðjuveisla landgræðslustjóra

Sveinn Runólfsson varð sjötugur í vor og lét því af störfum hjá Landgræðslunni 30. apríl, eftir 44 ára starf. Áður voru faðir hans og föðurbróðir forstöðumenn stofnunarinnar, allt frá því Sandgræðsla ríkisins tók til starfa 1947.
 
Sveinn hefur látið til sín taka sem landgræðslustjóri og oft hefur gustað um hans verk. Því hefur ekki alltaf verið lognmolla í samskiptunum við t.d. sauðfjárbændur. Víst er þó að á hans langa ferli hefur gríðarmikið áunnist í landgræðslu á Íslandi og þá oftar en ekki í góðri samvinnu við bændur.  
 
Hér á síðunni eru myndir úr veislu sem þau hjón efndu til og var haldin í Sagnagarði. Þangað komu um 170 manns. Önnur veisla var svo haldin í Reykjavík í kjölfarið.
 
Í apríllok skipaði Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, síðan arftaka Sveins í embætti landgræðslustjóra. Það er Árni Bragason, sem hefur frá árinu 2010 starfað sem forstjóri Norrænu erfðaauðlindastofnunarinnar, Nordgen í Svíþjóð. Áður en Árni tók við stöðu forstjóra Norrænu erfðaauðlindastofnunarinnar starfaði hann hjá verkfræðistofunni Eflu.
 
Veislugestir.  Inga Jóna Kristinsdóttir, Guðjón Sigurðsson, Gerður S Elimarsdóttir og Kristján Ágústsson.
Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...