Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Krakkarnir í leikskólanum aðstoðuðu við fyrstu skóflustunguna.
Krakkarnir í leikskólanum aðstoðuðu við fyrstu skóflustunguna.
Mynd / Aðsend
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samrekinn leik- og grunnskóli ásamt frístund.

Skólastarf var flutt frá grunnskólanum að Dalbraut árið 2022 vegna myglu í húsnæði og hefur síðan farið fram í Gamla skóla, Muggsstofu og Skrímslasetrinu.

Ákveðið var í kjölfarið að reisa skyldi nýjan Bíldudalsskóla á lóð við íþróttamiðstöðina Byltu, sem nýta mætti á marga vegu og þjóna samfélaginu á Bíldudal. Vonir standa til að húsnæðið verði tilbúið fyrir skólastarf haustið 2025. Í skólanum eru 27 nemendur sem búa allir á Bíldudal og starfsmenn eru 10.

„Það er mikil tilhlökkun með nýja skólann okkar. Það verður einnig spennandi að hafa leikskólann og grunnskólann í sama húsnæði því það á eftir að byggja upp lærdómssamfélagið, sem við höfum verið að vinna að síðustu ár og setja betri tengingu á milli skólastiga,“ segir Lilja Rut Rúnarsdóttir skólastjóri.

Skylt efni: Bíldudalur

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...