Jólapottaleppar
Jólin nálgast óðfluga og alltaf gaman að taka upp jólahlutina og gefa heimilinu jólablæ. Þessir fallegu pottaleppar eru prjónaðir úr DROPS Muskat, bómullargarn með fallegum gljáa.
DROPS Design: Mynstur nr r-665
Stærð: ca 20 x 19 cm.
Garn: DROPS MUSKAT
(fæst hjá Handverkskúnst)
- 100 gr litur nr 12, rauður
- 100 gr litur nr 08, natur
Prjónar: Hringprjónn 40 cm, nr 3 – eða þá stærð sem þarf til að 23 lykkjur og 32 umf með sléttprjóni verði 10 x 10 cm.
POTTALEPPAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna.
POTTALEPPUR: Fitjið upp 90 lykkjur á hringprjóna nr 3 með rauðum DROPS Muskat.
Prjónið 1 umf slétt. JAFNFRAMT er sett 1 prjónamerki í 1. lykkju í byrjun umferðar og 1 prjónamerki í 46. lykkju (= miðja í hlið).
Prjónið síðan MYNSTUR frá 2. umferð í A.1 (= 45 lykkjur) alls 2 sinnum í umferð. Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, fitjið upp 20 nýjar lykkjur í umf (haldið áfram með litnum rauður). Snúið við, fellið af 20 l sem fitjaðar voru upp og fellið síðan af þær 90 l sem eftir eru frá röngu.
FRÁGANGUR: Brjótið pottaleppinn tvöfaldan þannig að lykkjur með prjónamerki komi mitt í hlið. Saumið saman pottaleppinn að neðan frá réttu. Saumið eitt spor í hverja lykkju meðfram öllum kantinum – saumið innan við uppfitjunarkantinn. Saumið saman pottaleppinn að ofan alveg eins – ATH: Þessar 20 nýju lykkjur = lykkja, saumið endann á lykkjunni við hornið á pottaleppnum.
Prjónið annan pottalepp á sama hátt, nema skiptið um lit þannig að mynsturliturinn verði rauður og grunnlitur hvítur.