Stærstu metanuppsprettur heims tengjast vinnslu jarðefnaeldsneytis.
Stærstu metanuppsprettur heims tengjast vinnslu jarðefnaeldsneytis.
Mynd / David Thielen
Utan úr heimi 3. desember 2024

Sjá metan úr gervihnöttum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Ný tækni gerir vísindamönnum kleift að kortleggja uppsprettur metans.

Sameinuðu þjóðirnar reka eftirlits- og viðvörunarkerfi sem fylgist með losun metans á heimsvísu. Frá því að kerfið var virkjað árið 2023 hefur stjórnvöldum og fyrirtækjum verið bent á 1.200 uppsprettur metans. Skýrsla þess efnis var kynnt á COP29.

Í fréttatilkynningu á vef Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP) er greint frá helstu niðurstöðum skýrslunnar. Þar er tekið fram að leki metans kosti olíu- og gasfyrirtæki heimsins mikla fjármuni á ári hverju. Talið er að hægt sé að koma í veg fyrir 40 prósent metanlosunarinnar sem sést með gervihnattamyndunum án þess að heildarrekstrarkostnaður aukist.

Markmið verkefnisins er að auka gagnsæi vegna losunar metans til þess að þrýsta á þá sem bera ábyrgð á uppsprettunum til þess að grípa til aðgerða. Þar má nefna að engin metanlosun er lengur greinanleg úr einni uppsprettu metans í Alsír eftir að stjórnvöldum var gert viðvart. Nígería hefur kynnt metangjald sem verður byggt á áðurnefndum gervihnattagögnum og hyggst Evrópusambandið safna þessum gögnum saman til þess að reikna út innflutta losun.

Árangur verkefnisins hefur enn verið takmarkaður og heldur losun metans áfram að aukast. Þriðjung hnattrænnar hlýnunar má rekja til losunar metans af mannavöldum. UNEP heldur úti gagnvirku korti sem sýnir metanuppsprettur heimsins. Hægt er að nálgast það með því að fletta upp „Eye on Methane Map“ í leitarvél.

Skylt efni: metan

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...