Sjá metan úr gervihnöttum
Ný tækni gerir vísindamönnum kleift að kortleggja uppsprettur metans.
Ný tækni gerir vísindamönnum kleift að kortleggja uppsprettur metans.
Dráttarvélaframleiðandinn New Holland hefur kynnt fyrstu metanknúnu T6 METHANE POWER dráttarvél fyrirtækisins sem kemur á markað 2020. Til að byrja með verður vélin framleidd í takmörkuðu magni svo enn er óvíst hvenær hún verður á boðstólum hjá umboðsaðilanum Kraftvélum á Íslandi.
Í ágúst voru meira en 1.000 nýir gasknúnir bílar skráðir í Svíþjóð samkvæmt nýlegri tölfræði frá Umferðargreiningunni. Það er mesti fjöldi skráðra metangasbíla á einum mánuði í Svíþjóð frá því byrjað var að birta tölfræði yfir nýskráða gasbíla árið 2006.
Í dag eru um 20 milljónir ökutækja á götum heimsins sem ganga fyrir gasi. Þykir það gott innlegg í baráttunni við losun gróðurhúsalofttegunda, þar sem um leið er brennt gasi sem er mikilvirkara til skamms tíma í andrúmsloftinu en koltvísýringur.
Í nýrri umhverfisvænni framleiðslustefnu ítalska bílaframleiðandans IVECO er auk rafbíla lögð áhersla á metangasknúnar bifreiðar og dísilbíla sem miða við Evrópustaðal í mengunarmálum.