Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kvenfélagskonurnar með þeim Bergþóri Pálssyni og Alberti Eiríkssyni, sem heimsóttu þær nýlega og voru með skemmtilega fræðslu. Með í för var Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, sem er faðir Bergþórs.
Kvenfélagskonurnar með þeim Bergþóri Pálssyni og Alberti Eiríkssyni, sem heimsóttu þær nýlega og voru með skemmtilega fræðslu. Með í för var Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, sem er faðir Bergþórs.
Mynd / MHH
Líf og starf 26. apríl 2019

Kvenfélag Grímsneshrepps 100 ára

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Kvenfélag Grímsneshrepps mun fagna 100 ára afmæli félagsins laugardaginn 24. apríl næstkomandi en þá er öld frá því að tuttugu konur komu saman og stofnuðu félagið.  
 
„Við erum að leggja lokahönd á að skrifa 100 ára sögu félagsins sem hefur verið heilmikið verk og lærdómur að fara í gegnum öll gögn sem finnast yfir starfið og sögurnar í kringum starfið. Við stefnum á að bókin komi út í kringum afmælisdaginn stóra, 24. apríl. Söguritari er Margrét Sveinbjörnsdóttir frá Heiðabæ í Þingvallasveit,“ segir Laufey Guðmundsdóttir, formaður félags­ins.  
 
Kvenfélagið stóð fyrir málþingi á Borg laugardaginn 9. mars þar sem spurt var „Hver eru gildi frjálsra félagasamtaka fyrir samfélög?“ Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, heiðraði þingið með nærveru sinni og stuttu ávarpi.  Hér er hann með Laufeyju, formanni félagsins.
 
100 ára afmælinu verður líka fagnað á afmælisdaginn sjálfan með mat, skemmtun og balli fyrir félagskonur, maka og sveitunga, allir  eru velkomnir á þá skemmtun.  
 
Dagana 26. apríl til 1. maí ætla kvenfélagskonurnar að skella sér til Póllands og heimsækja Varsjá.  
„Grímsævintýrin okkar á Borg verða að sjálfsögðu á sínum stað laugardaginn eftir verslunarmannahelgina og reiknum við með að gera flotta dagskrá í ár líkt og vanalega. Tombólan okkar fræga, sem félagið hefur haldið árlega frá árinu 1926, verður á sínum stað. Og markaður, kaffisala, hoppukastalar og skemmtun fyrir börn og fullorðna,“ bætir Laufey við. 
 
Grímsævintýri á Borg í Grímsnesi er einn af hápunktum í starfi kvenfélagsins en dagurinn er alltaf laugardaginn eftir verslunarmannahelgi. Hér eru þær Þóranna Snorradóttir og Sigríður Björnsdóttir kvenfélagskonur, hressar og kátar á markaðnum á Grímsævintýrum.
Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...