Lely 75 ára – opin fjós í Birtingaholti og Spóastöðum
Fjöldi fólks mætti í opin fjós á kúabúinu í Birtingaholti í Hrunamannahreppi og kúabúinu á Spóastöðum í Bláskógabyggð sunnudaginn 17. september.
Ástæðanvar75áraafmælihollenskafyrirtækisinsLely,semermeð starfsemi á Íslandi, en fyrirtækið sérhæfir sig í sölu á hátæknitækjum til landbúnaðarstarfa. Í báðum fjósunum eru mjaltaþjónar og önnur tæki frá Lely. „Við höfum verið með tvo nýja mjaltaþjóna frá fyrirtækinu í eitt ár og líkað vel, auk annarra tækja eins og kálfafóstrunnar,“ segir Fjóla Ingveldur, kúabóndi í Birtingaholti. Þar eru um 130 kýr í fjósinu og mjólkurkvótinn er um 830 þúsund lítrar.
Lely hefur selt um 200 mjaltaþjóna á Íslandi frá 1999 og er salan alltaf að aukast. „Það vantar meiri mjólk á Íslandi en það eru ferðamennirnir sem gera það að verkum. Það er því um að gera fyrir bændur að standa sig og framleiða mjólk með hjálp tækninnar. Mjaltaþjónarnir vinna jú allan sólarhringinn fyrir bóndann og standa sig vel í því hlutverki,“ segir Jóhannes Kjartansson, sölumaður hjá Lely í Reykjavík, en fyrirtækið er líka með starfsemi á Akureyri.