Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Keppni í hundasleðaakstri.
Keppni í hundasleðaakstri.
Mynd / Marcin Kozaczek
Líf og starf 9. apríl 2021

Líf og fjör á Vetrarhátíð í Mývatnssveit

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Mikið líf og fjör hefur verið í Mývatnssveit en þar stóð yfir Vetrarhátíð tvær fyrstu helgar marsmánaðar og var heilmikið um að vera. Það má segja að ferðaþjónustan í sveitinni hafi farið af stað með látum eftir vetrardvala.

Á hátíðinni eru stundaðar bæði hefðbundnar sem og óhefðbundnar vetraríþróttir í einstakri náttúrufegurð Mývatnssveitar. Hátíðin nú sló heldur betur í gegn og fjöldi fólks sótti Mývetninga heim og átti þar góða daga, naut alls þess sem svæðið hefur upp á að bjóða. Uppbókað var á gistiheimilum og allir viðburðir voru vel sóttir.

Hestamótið Mývatn Open – hestar á ís fór fram í brakandi blíðviðri. Veiðifélag Mývatns bauð gestum upp á að prófa dorgveiði og mættu um 150 manns á þann viðburð, en dorgveiði er órjúfanlegur hluti af sögu og tilveru Mývetninga. Vart mátti á milli sjá hvort skemmtu sér betur börn eða fullorðnir úti á ísnum í glampandi sól með kakó – eða kaffibolla.

Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands fór fram hjá Snow dogs í Vallholti í Þingeyjarsveit og var mikið fjör í tengslum við það, keppnin spennandi og alltaf vinsælt að fá að klappa hundunum aðeins.  

Þeir eru fallegir hundarnir. 

Pappakassinn sló í gegn

Nýr dagskrárliður, Pappakassinn, var haldinn í fyrsta sinn nú í ár og sló rækilega í gegn. Gengur sú keppni út á að hanna og byggja sleða úr bylgjupappa, límbandi og lími og renna sér niður brekku á skíðasvæðinu við Kröflu. Keppt var í ýmsum flokkum, m.a. um flottasta sleðann og þann hraðasta sem og skemmtilegustu liðsstemninguna. Lögðu keppendur mikinn metnað í sleðana og varð úr hin besta skemmtun þannig að þessi liður Vetrarhátíðar verður örugglega fastur liður Vetrarhátíðar.

Rúsínan í pylsuendanum var þegar fyrsta umferð í Íslandsmótinu í snjókrossi var haldin og sýndu keppendur virkilega góða takta á sleðum sínum. Gestir voru hvattir til að taka með sér gönguskó og skíði og njóta þess sem svæðið hefur upp á að bjóða á sínum forsendum og sjá mátti fólk á ferðinni á skíðum sínum að njóta náttúrunnar og upplagt eftir vel heppnaða skíðaferð að skella sér í jóga og slaka síðan á í Jarðböðunum. 

Sigurvegarar í Pappakassanum. Gengur sú keppni út á að hanna og byggja sleða úr bylgjupappa, límbandi og lími og renna sér niður brekku á skíðasvæðinu við Kröflu.

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...