Mikil ánægja með nýja fjósið í Þrándarholti
Fjölskyldurnar í Þrándarholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi voru með opið fjós í nýju og glæsilegu nýtísku fjósi á bænum föstudaginn 16. júní.
Fjöldi gesta mætti til að skoða herlegheitin og gæða sér á veitingum. Fjósið, sem er úr límtréseiningum frá Flúðum, er allt hið glæsilegasta með pláss fyrir 107 kýr. Tveir róbótar eru í fjósinu, GEA mjaltaþjónar af fullkomnustu gerð. Þá verður nýtt og glæsilegt fóðurkerfi sett upp í fjósinu í haust. Meðfylgjandi myndir voru teknar í opna fjósinu.