Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Mikil eftirspurn hefur verið eftir bókinnni Nautgriparækt sem Snorri Sigurðsson hefur tekið saman.
Mikil eftirspurn hefur verið eftir bókinnni Nautgriparækt sem Snorri Sigurðsson hefur tekið saman.
Líf og starf 9. júlí 2021

Mikil ásókn í bókina Nautgriparækt

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Í fyrri viku rann kennslubókin Nautgripa­rækt út úr prentsmiðju Prentmets Odda en bókin, sem er gefin út af Snorra Sigurðssyni, er alls 350 blaðsíður. Er þar tekið á helstu atriðum sem lúta að nautgriparækt.

Alls eru 20 kaflar í bókinni og höfundar efnis eru alls 21. Bókin var unnin í sjálfboðavinnu allra höfunda en verkefnið stutt af Þróunarsjóði nautgriparæktarinnar svo unnt væri að setja bókina upp og prenta gjafaeintök til að senda bæði til Landbúnaðarháskóla Íslands og á stærstu bókasöfn landsins. Þá var boðið upp á að kaupa prentuð eintök hennar og hún auglýst í forsölu.

Prentaða útgáfan rennur út

Mikil ásókn var í prentað eintak bókarinnar, langmest af kúabændum víðs vegar um landið, en bókin var einnig keypt af fyrirtækjum, dýralæknum og ráðunautum svo dæmi séu tekin.

Vegna mikillar ásóknar í prentaða útgáfu bókarinnar var unnt að koma henni út á afar hagstæðu verði til kaupenda, en bókin hefur nú að líkindum borist öllum kaupendum.

Í rafrænu formi á naut.is

Þeir sem vilja nálgast bókina, en ekki nota prentað eintak, er bent á að bókinni má hlaða niður sem rafrænu eintaki á vef Landssambands kúabænda, www.naut.is. Þá verður bókin einnig gefin út sem hljóðbók hjá Hljóðbókasafni Íslands fyrir komandi haust og mun því nýtast breiðari hópi notenda. Enn fremur verður bókina að finna á stærstu bókasöfnum landsins eins og áður segir.

Bændablaðið óskar öllu áhugafólki um nautgriparækt til hamingju með þessa nýju bók sem mun vafalítið nýtast vel til kennslu og endurmenntunar eða sem uppflettirit fyrir starfandi bændur, ráðunauta, dýralækna og aðra sem hafa áhuga á nautgriparækt.

Skylt efni: nautgriparækt

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...