Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Jón Helgason í Seglbúðum, f. 4. okt. 1931, d. 2. apríl 2019.
Jón Helgason í Seglbúðum, f. 4. okt. 1931, d. 2. apríl 2019.
Mynd / TB
Líf og starf 17. apríl 2019

Minning - Jón Helgason

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Jón Helgason í Seglbúðum í Landbroti lést þriðjudaginn 2. apríl á hjúkrunar- og dvalar­heimilinu Klausturhólum á Kirkjubæjarklaustri. Jón var kunnastur fyrir opinber störf sín en hann var alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn í Suðurlands­kjördæmi á árunum 1974–1995 og jafnframt landbúnaðar­ráðherra frá 1983 til 1988 og dómsmálaráðherra 1983–1987. Forseti Alþingis var hann á árunum 1979–1983. 
 
Jón var formaður Búnaðarfélags Íslands og forseti Búnaðar­þings 1991–1995. Árið 1998 var Jón kosinn á Kirkjuþing og á fyrsta þingi þar á eftir jafnframt forseti þess. Að auki sinnti hann ýmsum trúnaðarstörfum, bæði fyrir heimahérað sitt, bændastéttina og á landsvísu.
 
Ötull baráttumaður landbúnaðarins og landsbyggðarinnar
 
Í minningarorðum forseta Alþingis á dögunum kom fram að Jón Helgason tók fyrst sæti á Alþingi sem varaþingmaður í mars 1972. Hann var síðan kjörinn alþingismaður í kosningunum 1974 og sat samfellt á þingi í rúm 20 ár, eða til ársins 1995, samtals á 25 löggjafarþingum.
 
 „Sem þingmaður beitti Jón sér mest í landbúnaðarmálum og hagsmunamálum lands-byggðarinnar. Bindindismál voru honum einnig mjög hugleikin og lét hann að sér kveða í þeim efnum bæði á Alþingi og utan þess. Hann sinnti líka nokkuð alþjóðastarfi á vegum þingsins,“ sagði í minningarorðum sem flutt voru á Alþingi í upphafi vikunnar. 
 
Jón Helgason fæddist árið 1931 í Seglbúðum og var yngstur fjögurra systkina. Foreldrar þeirra voru Helgi Jónsson frá Seglbúðum og Gyðríður Pálsdóttir frá Þykkvabæ í Landbroti.
 
Jón bjó í Seglbúðum, ásamt konu sinni, Guðrúnu Þorkelsdóttur, en þau héldu þó jafnframt heimili í Reykjavík. Guðrún lifir eiginmann sinn. Börn þeirra eru Helga og Bjarni Þorkell og fóstursonurinn Björn Sævar Einarsson.
 
Í ítarlegu viðtali, sem birt var í tveimur tölublöðum Freys árið 2005, fór Matthías Eggertsson ritstjóri yfir uppvaxtarár Jóns og búskapinn í Seglbúðum. Þar sagði Jón meðal annars frá fyrstu árum sínum í heimangönguskóla í Þykkvabæ efri. Þangað fylgdi hann yngstu systur sinni, Ásdísi, þegar hún var tíu ára en hann átta. Þetta var um 40 mínútna gangur hvora leið en þar var hann í skóla í fjóra vetur. Veturinn áður en Jón lauk fullnaðarprófi fór hann í nám hjá séra Gísla Brynjólfssyni á Kirkjubæjarlaustri í nokkrar vikur, aðallega í íslensku og dönsku. Markmiðið var að sækja um skólavist í Menntaskólanum í Reykjavík. Leið Jóns lá síðan til Reykjavíkur í undirbúningsdeild hjá Einari Magnússyni mennta­skólakennara. Vorið 1945 tók Jón inntökupróf í MR og varð í hópi þeirra 32 sem settust þar í 1. bekk um haustið. Þaðan lauk hann stúdentsprófi árið 1950. Örlögin höguðu því þannig að Jón tók við búi móður sinnar í Seglbúðum og var bóndi þar til ársins 1980 samhliða ýmsum öðrum störfum.
 
Með Jóni er genginn góður Skaftfellingur sem minnst er fyrir lipurð, samviskusemi og dugnað. Bændasamtök Íslands þakka fyrir störf Jóns Helgasonar í þágu íslensks landbúnaðar.
 
Nýir Íslandsmeistarar
Líf og starf 14. mars 2025

Nýir Íslandsmeistarar

Landsliðsmennirnir Sigurbjörn Haraldsson og Magnús Magnússon urðu Íslandsmeistar...

Góður í dreifbýli og borg
Líf og starf 13. mars 2025

Góður í dreifbýli og borg

Bændablaðið fékk til prufu nýjan rafmagnsbíl af gerðinni Polestar 3. Þessi bílat...

Ljóðskáld á tíræðisaldri
Líf og starf 12. mars 2025

Ljóðskáld á tíræðisaldri

Ásmundur Magnús Hagalínsson hefur gefið út sína fyrstu ljóðabók, en hann er nýor...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 10. mars 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn kemur sterkur inn í næstu vikur. Hann þarf að nýta krafta sína vel o...

Nýburagjafir vekja lukku
Líf og starf 5. mars 2025

Nýburagjafir vekja lukku

Nokkur sveitarfélög halda uppi þeirri skemmtilegu hefð að gefa nýburum ársins í ...

Litrík snjókorn
Líf og starf 5. mars 2025

Litrík snjókorn

Prjónuð peysa úr 1 þræði DROPS Fabel og 1 þræði DROPS Brushed Alpaca Silk. Stykk...

Galdrarnir gerast á hverri æfingu
Líf og starf 4. mars 2025

Galdrarnir gerast á hverri æfingu

Sextíu manns koma að uppsetningu söngleiksins vinsæla Lands míns föður sem sýndu...

Norðurlandamót ungmenna í skák
Líf og starf 4. mars 2025

Norðurlandamót ungmenna í skák

Norðurlandamót ungmenna í skák fór fram í Borgarnesi 14. - 16. febrúar. Mótið á ...