Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Knútur Rafn, sem fór með fyrsta hópinn föstudaginn 11. júní en heimamenn í Reykholti munu skiptast á að fara með hópa í sumar.
Knútur Rafn, sem fór með fyrsta hópinn föstudaginn 11. júní en heimamenn í Reykholti munu skiptast á að fara með hópa í sumar.
Mynd / MHH
Líf og starf 28. júní 2021

Sælkerarölt er alla föstudaga í sumar fyrir gesti og gangandi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Röltið gekk svo vel í fyrrasumar en þá fengum við um 300 manns í göngurnar þannig að við ákváðum að taka þráðinn aftur upp í sumar og bjóða upp á Sælkerarölt um Reykholt alla föstudaga í sumar klukkan 11.00. Gangan tekur um eina og hálfa klukkustund með stoppum og smakki á nokkrum stöðum,“ segir Knútur Rafn Ármann, einn af göngustjórum Sælkeragöngunnar í sumar.

Um 300 manns mættu í Sælkeraröltið síðasta sumar og reiknað er með að enn fleiri mæti í sumar.

Röltið hefst alla dagana við Mika, fjölskyldurekinn veitingastað þar sem gestir fá að smakka á heimagerðu konfekti frá Mika. Síðan

rekur gangan sig með fjölbreyttum fróðleik með viðkomu við hverinn í Reykholti þar sem Sigrún Erna býður upp á rúgbrauð bakað í hvernum.

Sigrún Erna að bjóða gestum upp á hverarúgbrauðið sitt.

Brauðið er borið fram með íslensku smjöri. Eftir rölt í smástund er stoppað í nýrri garðyrkjustöð sem heitir Daga, en þar fá gestir að kynnast starfsemi stöðvarinnar og smakka á nýjum íslenskum jarðarberjum, brómberjum og hindberjum. Síðasti stoppistaðurinn er Friðheimar þar sem sagt er frá starfsemi stöðvarinnar og boðið upp á smakk. „Fyrir þá sem ekki vita þá er Reykholt frábærlega staðsett, klukkustund frá höfuðborgarsvæðinu, á miðjum Gullna hringnum og stutt frá alls kyns náttúruperlum. Því er tilvalið að dvelja nokkrar nætur í Reykholti og drekka í sig sveitasæluna,“ segir Knútur Ármann. 

Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi Uppsveita Árnessýslu, lét sig ekki vanta í gönguna 11. júní en hún er mjög stolt og ánægð með frumkvæði íbúa í Reykholti að bjóða upp á Sælkeragöngur í allt sumar.

Skylt efni: Sælkerarölt | Reykholt

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni
Líf og starf 3. desember 2024

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni

Stefán Jónsson briddsspilari hefur reynst Bridgesambandi Íslands hvalreki með áh...

Augnlitir í sauðfé
Líf og starf 3. desember 2024

Augnlitir í sauðfé

Sjöunda útgáfa Hvammshlíðar­dagatals hefur litið dagsins ljós.

Norðurljós í nóvember
Líf og starf 2. desember 2024

Norðurljós í nóvember

Tími tunglsins og norðurljósanna hefur nú gengið í garð, en óvenjubjart hefur ve...

Vefnaður úr kasmír
Líf og starf 2. desember 2024

Vefnaður úr kasmír

Hlýlegir treflar, sjöl og peysur úr kasmír er eitthvað sem okkur flestum þykir ó...

Kjötbókin 30 ára
Líf og starf 2. desember 2024

Kjötbókin 30 ára

Kjötbókin er 30 ára á þessu ári. Hún kom fyrst út í prentaðri útgáfu árið 1994 o...

Skákþrautir á netinu
Líf og starf 2. desember 2024

Skákþrautir á netinu

Gríðarlegur fjöldi skákþrauta standa skákáhugafólki til boða til að æfa sig á á ...

Sveitabúðin Una
Líf og starf 28. nóvember 2024

Sveitabúðin Una

Hjónin Rebekka Katrínardóttir og Magnús Haraldsson hafa rekið sveitabúðina Unu n...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 25. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn gæti átt von á þrálátum veikindum. Hann ætti að gæta vel að sjálfum ...