Í miðborg Lundúna mátti sjá 10.000 andstæðinga hækkaðs erfðaskatts á bújarðir.
Í miðborg Lundúna mátti sjá 10.000 andstæðinga hækkaðs erfðaskatts á bújarðir.
Mynd / Lena Kristin Müller
Utan úr heimi 4. desember 2024

Bændur mótmæla erfðaskatti

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Til stendur að taka úr gildi undanþágu á erfðaskatti fyrir jarðir sem eru metnar á meira en 180 milljónir króna. Það hefur vakið reiði meðal bænda.

Þann 19. nóvember síðastliðinn komu þúsundir bænda saman í miðborg Lundúna til þess að mótmæla stefnu stjórnvalda. Samkvæmt nýjum fjárlögum mun undanþága á erfðaskatti vegna bújarða breytast árið 2026. Nú eru bújarðir alveg undanskildar skattinum, en í apríl 2026 stendur til að hefja innheimtu á 20 prósent skatti vegna bújarða sem eru meira en 180 milljóna króna virði. Sú skattprósenta er helmingi lægri en vegna hefðbundinna erfðamála. Frá þessu greinir The New York Times.

Þrátt fyrir að stjórnvöld fullyrði að 73 prósent bújarða verði ekki fyrir áhrifum, hafa gagnrýnendur bent á að í fjölda tilfella muni bændur þurfa að selja jarðir við kynslóðaskipti í staðinn fyrir að halda búrekstrinum áfram.

Tom Bradshaw, formaður bresku bændasamtakanna, segir að stéttin líti á þetta sem svik stjórnvalda. Skatturinn myndi ógna fjölskyldubúum og gera framleiðslu matvæla dýrari. Samkvæmt lögreglu voru meira en 10.000 manns samankomnir til að mótmæla í nágrenni við þinghúsið í Lundúnum. Á mótmælunum mátti sjá fjölda dráttarvéla, en breskir bændur stóðu þó ekki í eins harkalegum aðgerðum við mótmæli eins og þekkist meðal evrópskra starfsbræðra þeirra.

Skylt efni: Bretland

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...