Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sæluhúsið Valgeirsstaðir
Líf og starf 5. júlí 2016

Sæluhúsið Valgeirsstaðir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sæluhús Ferðafélags Íslands í Norðurfirði nefnist Valgeirsstaðir og er gamalt íbúðarhús í góðu ástandi. Húsið stendur við botn Norðurfjarðar, rétt ofan við fallega sandfjöru.

Reynir Traustason, sem er best þekktur sem blaðamaður, er skálavörður á Valgeirsstöðum. „Ég var skálavörður hér í smátíma í fyrra og leist svo vel á mig hér að ég ákvað að vera hér í allt sumar. Ég er annars vegar að passa upp á sæluhúsið, taka á móti gestum og þrífa og hins vegar með skipulagðar gönguferðir á fjöllin hér í kring ef einhver hefur áhuga.

Fjallafólk og firnindi

Að sögn Reynis er hann ekki hættur í blaðamennsku og í hlutastarfi hjá Stundinni samhliða því sem hann er að skrifa bók um fjallafólk og firnindi eins og hann orðar það.

Á veturna stendur Reynir fyrir göngum sem hann kallar Fyrsta skrefið.

„Dagskráin hefst um áramótin og endar í apríl. Þetta er gönguþjálfun fyrir fólk sem langar að koma sér í form og ganga á fjöll. Markmið síðasta hóps var að ganga á Snæfellsjökul í lok apríl og það gekk vel og rúmlega þrjátíu manns sem komust á toppinn. Sami hópur er svo væntanlegur hingað í sumar til að ganga á fjöll og um Árneshrepp.

Ég verð svo með annað prógram sem hefst í haust og kallast Næsta skrefið.“
„Sæluhús Ferðafélagsins í Norðurfirði er gott hús á tveimur hæðum sem tekur tuttugu manns. Á efri hæð eru fjögur svefnherbergi sem rúma frá einum og upp í fjóra gesti en á þeirri neðri eru fjögur herbergi sem taka frá þremur upp í sex gesti. Í húsinu er borðstofa og vel búið eldhús auk sturtu og tveggja salerna,“ segir Reynir.

Í tíu mínútna göngufæri frá húsinu er verslun og sundlaug er á Krossnesi, ekki ýkja langt í burtu. Fjölmargar spennandi gönguleiðir eru í nágrenni við sæluhúsið. Má þar nefna göngu á Töflu, Kálfatinda, Munaðarnesfjall og Krossnesfjall. Einnig eru hægt að fara í lengri gönguferðir yfir í Ingólfsfjörð og kringum Strút. /

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...