Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Samlífi sveppaljóða og -teikninga
Líf og starf 23. janúar 2024

Samlífi sveppaljóða og -teikninga

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Melkorku Ólafsdóttur, skáldi og tónlistarkonu.

Höfundarnir Melkorka Ólafsdóttir tv. og Hlíf Una Bárudóttir t.h.

Í ljóðabókinni Flagsól, útg. Mál og menning 2023, eru 36 ljóð eftir Melkorku og bera þau flest nöfn sveppa úr íslensku sveppaflórunni. Er þar leitað í smiðju til Helga Hallgrímssonar sveppafræðings og Harðar Kristinssonar grasafræðings um upplýsingar og útlit. Hlíf Una Bárudóttir teiknari gerði 35 myndir með ljóðunum þar sem mýsli sveppaþráða, frumdýr, fléttur og hvítmygla koma einnig við sögu. Melkorka tileinkar bókina foreldrum sínum, náttúrufræðingunum Sigrúnu Helgadóttur og Ólafi S. Andréssyni, sem hún segir að hafi kennt sér að undrast og virða náttúruna.

Í kynningu segir að í bókinni fái lesandinn að „kynnast leyndarlífi íslenskra sveppa. Raddir þeirra berast okkur úr skógarbotninum og vegkantinum, af trjábolum, greinum og steinum; við kynnumst sveppum sem skjóta, springa, seyta, fettast og brettast, trega og syrgja, daðra og elska.“ Sveppir séu dularfullar verur með margvíslega hegðan og nöfn þeirra oft bæði skemmtileg og lýsandi. Sem dæmi um það eru nefnd t.d. táradoppa, loðmylkingur, skorpuskinni, ullarblekill, ljóshetta og fýlunálungur, en sá síðastnefndi vaxi eingöngu í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu í Reykjavík. Mörg sveppanafnanna eru komin frá Helga Hallgrímssyni sem rannsakað hefur sveppi ítarlega og skrifað um þá, m.a. Sveppabókina.

Ljóðin þætta saman ýmis einkenni viðkomandi svepps og mannlegar tilfinningar og gjörðir og þau og myndverk Hlífar Unu mynda saman fallega og sterka heild.

Meyhnyðlingur

Nóttin hefur teiknað
kaldar línur í vatnsflötinn
mynstruð skænan varpar frá sér
myrkfælinni hreyfingu
óttinn slípar op í huluna
munn fyrir orð í huluna

blóðrennslið einskorðast við innstu
kerfi
líkamar okkar
klæddir fíngerðum nálum úr frosti
þær loða við okkur
virðast mjúkur varnarfeldur
vegna aðstæðna

þeir strjúka rifbein
rösklega til beggja hliða
einn fingur milli tveggja rifja
strjúka hár
eins og brotin gulstör
þau þekja jörðina moldina
höfuðið eftir varnarlaust
hálsinn
lífbeinið eftir varnarlaust
varirnar
strjúka augu
fylla þau móðu
lokin aftur
glær

sveipur í skýjahulunni

(Flagsól, bls. 25/Meyhnyðlingur /Lachnum virgineum)

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...