Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 25. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn gæti átt von á þrálátum veikindum. Hann ætti að gæta vel að sjálfum sér og ekki vera að vesenast fáklæddur um hvippinn og hvappinn. Áframhaldandi peningalán og lukka munu gleðja hann og um að gera að njóta þess til hins ýtrasta. Happatölur 18, 3, 32.

Fisknum hefur enn og aftur fundist að sér vegið og verður, eins og aðrir, að taka þá tilfinningu og gera upp við sig hvort hann ætli að dvelja þar lengi. Fiskurinn hefur tilhneigingu til að kjósa að vorkenna sjálfum sér, en ætti mögulega að fara að breyta því hegðunarmunstri sínu.
Happatölur 11, 19, 56.

Hrúturinn nýtur nú góðs af útkomu þeirra áskorana sem hann hefur tekist á við og má vera ánægður með sig. Eftir honum er tekið og að honum er dáðst þó hann sjálfur telji sig ekki vera í sviðsljósinu. Hrúturinn ætti enn og aftur að treysta innsæi sínu og trúa á getu sína. Happatölur 24, 66, 82.

Nautið siglir nú inn í lygnan straum lífsins og þyrfti að beina huganum að því hvernig það getur sem best styrkt sjálft sig. Endurnæring og endurheimting orku á enn við og ætti nautið að athuga líka hvernig líkamleg styrking hentar því best. Ekki vill það verða að sófakartöflu það sem eftir er. Happatölur 23, 7, 96.

Tvíburinn hefur vonandi sýnt sóma sinn í að hlusta af öllum kröftum sl. daga á fólk sem er að reyna að ná til hans – því það sem hann hefur ekki lagt eyrun nægilega vel við mun hafa áhrif á líf hans. Annars umvefja hann rómantískir straumar sem aldrei fyrr og hann ætti að njóta til hins ýtrasta. Happatölur 15, 16, 32.

Krabbinn hefur að undanförnu leyft tilfinningunum að umlykja sig og skal vera sáttur við sjálfan sig – nákvæmlega eins og hann er. Hann nýtur góðs af því að tengjast gömlum ástvinum því þesslags sambönd munu gefa meira af sér en hann býst við. Mikilvægast er að trúa á að allt sé eins og það á að vera. Happatölur 15, 24, 46.

Ljónið veit hvar stjarna þess skín skærast og þarf að muna að mæta þangað reglulega hvort sem er andlega eða í heilu lagi. Allt sem veitir ljóninu orku og innblástur til þess lífs sem það vill lifa er því nauðsynlegt að veita sjálfu sér eins oft og hægt er. Happatölur 8, 32, 51.

Meyjan hefur orðið styrkari og ánægðari í sjálfinu síðastliðið misseri, en hún hefur á einhvern hátt tekið skref þar sem óöryggi hennar er hverfandi. Fyrir þær meyjur sem tengja ekki við þetta er fyrsta skrefið að segja við sjálfar sig að svona sé þetta nú samt. Happatölur 1, 65, 99.

Vogin er á ferð og flugi að venju og að sama skapi þarf hún enn og aftur að muna að hvíld er gulls ígildi. Bæði fyrir hana og þá sem hún umgengst. Ástarmálin eru enn í uppsveiflu og félagsleg tengsl bæði styrkjast og aukast. Vogin á von á óvæntri uppákomu sem gleður hana afar mikið. Happatölur 5, 22, 1.

Sporðdrekinn hefur ekki enn stigið það skref sem hann ætlaði. Eitthvað nagar hann og því er um að gera að leggja höfuðið enn meira í bleyti en hann hefur gert. Fá aðstoð og ábendingar úr öllum áttum og gera sitt besta til að sjá heildarmyndina. Þetta verður allt í lagi. Happatölur 14, 63, 16.

Bogmaðurinn tók ákvörðun nýverið sem hann er afar sáttur við. Það besta sem hann gæti gert núna er að taka fleiri ákvarðanir, óhræddur, með æðruleysisbænina bak við eyrað – og leyfa hlutunum að raðast eins og lífið hefur séð fyrir sér.
Happatölur 69, 56, 23.

Steingeitin ætti að nýta tækifærin sem eru í kringum hana og vera á meðal fólks sem styður markmið hennar. Þetta er góður tími til að einbeita sér að langtímastefnum og að skapa sterkari tengsl við aðra. Hvað gleður hana og nærir? Hvar sér hún sig eftir fimm ár? Happatölur 3, 17, 45.

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 25. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn gæti átt von á þrálátum veikindum. Hann ætti að gæta vel að sjálfum ...

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...