Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Pólitískan kjark fyrir Ísland: Verndum íslenska framleiðslu og framtíðina
Á faglegum nótum 25. nóvember 2024

Pólitískan kjark fyrir Ísland: Verndum íslenska framleiðslu og framtíðina

Höfundur: Halla Hrund Logadóttir, oddviti Framsóknar í Suðurkjördæmi og fyrrverandi orkumálastjóri.

Undanfarin þrjú ár hafa verið gefin út leyfi fyrir fleiri megavöttum en áratuginn á undan.

Halla Hrund Logadóttir.

Þetta sýnir gríðarlega uppbyggingu í orkumálum en dregur jafnframt fram alvarlegan vanda: ný raforka fer oftar en ekki til stórnotenda eins og gagnavera og stóriðju, í stað þess að styrkja innviði sem styðja við almenning, minni fyrirtæki og sjálfbæra framleiðslu. Þessi þróun krefst þess að stjórnmálamenn setji skýrar reglur og hafi pólitískan kjark til að tryggja jafnvægi í nýtingu auðlinda okkar.

Ógn við innlenda framleiðslu

Núverandi kerfi styður við að raforka sé seld hæstbjóðanda á markaði, án þess að veita heimilum og minni fyrirtækjum vernd. Þetta veldur því að mikilvægar greinar eins og matvælaframleiðsla – landbúnaður og garðyrkja, sem eru ekki í nokkurri samkeppnisstöðu gagnvart stórnotendum, verða út undan. Áhrifin eru alvarleg – mikilvægir samfélagsþættir eins og fæðuöryggi, lýðheilsa og sjálfbærni eru í hættu.

Að glata fæðuöryggi og fjölbreytni atvinnulífsins

Garðyrkjubændur og önnur matvælafyrirtæki geta ekki keppt við stórnotendur á orkumarkaði. Hækkun raforkuverðs um 15 til 25%, eins og við höfum verið að sjá undanfarið, grefur undan samkeppnishæfni þeirra og leiðir til hærra matvælaverðs fyrir neytendur og þyngri álaga á framleiðendur sem ógna framtíð þeirra. Í ofanálag tala sumir flokkar um að lækka tolla á innfluttri matvöru, sem gæti gjörbreytt landslagi íslenskrar matvælaframleiðslu.

Erum við tilbúin að fórna heilnæmri innlendri framleiðslu, sem er gjaldeyrissparandi, vistvæn og styður við sjálfbærni, markmiðum stjórnvalda í loftslagsmálum, fæðuöryggi þjóðarinnar og byggðir landsins?

Nýjar virkjanir leysa ekki vandann einar og sér

Ný og ný virkjun leysir ekki grunnvandann því engin trygging er fyrir því að raforkan rati í samfélagslega mikilvæg verkefni. Eins og staðan er í dag fer orkan þangað sem best er boðið – til stórnotenda með langvarandi samninga og sterka stöðu. Hér er ekki verið að tala gegn fjölbreyttum hópi stórnotenda heldur því að gætt sé að minni aðilum sem ekki eru í sömu samningsstöðu á okkar einangraða raforkumarkaði.

Framkvæmdir sem bæta raforkuöryggi

Við þurfum að sjá til þess að orkan okkar rati til þeirra verkefna sem talað er fyrir. Sem orkumálastjóri samþykkti ég eina metnaðarfyllstu kerfisáætlun í langan tíma. Framkvæmd hennar mun bæta raforkuöryggi á Vestfjörðum og auka nýtingu orkuauðlinda um allt land – sem er lykilatriði fyrir atvinnulíf landsins. Við þurfum að halda áfram á þeirri braut jafnframt því að skapa hvata til þess að orkan rati til samfélagslega mikilvægra verkefna.

Við höfum gengið of langt í að treysta á markaðslögmál án þess að innleiða varnir fyrir almenning og venjuleg fyrirtæki. Núverandi löggjöf gefur löndum skýrar heimildir til að vernda minni aðila. Fjöldi landa hefur nú þegar innleitt slíkar heimildir í sitt regluverk til að tryggja jafnvægi í notkun auðlinda sinna – Ísland ætti ekki að vera undantekning.

Tilgangur stóriðjustefnunnar var aldrei að skapa markað þar sem almenningur og minni framleiðendur væru skildir eftir á hliðarlínunni eða þyrftu að keppa við stórnotendur á samkeppnismarkaði um orkuna. Hún var hönnuð til að tryggja ódýra og örugga orku fyrir samfélagið allt, byggja upp fjölbreytt atvinnulíf og efla efnahagslega sjálfbærni. Því verðum við að endurskoða núverandi regluverk og tryggja að það styðji við þessa grunnþætti.

Tími fyrir pólitískan kjark

Núverandi kerfi setur almannahagsmuni í hættu og grefur undan sjálfbærni Íslands ef ekki er gripið inn í. Við verðum að horfast í augu við þann veruleika að íslenskur almenningur vill hvorki borga evrópskt raforkuverð né missa innlenda matvælaframleiðslu.

Stjórnvöld verða að axla ábyrgð og hætta að treysta á blind markaðslögmál. Þau þurfa að innleiða reglur sem tryggja forgang heimila, minni fyrirtækja og matvælaframleiðslu að raforku. Það er ekki nóg að byggja upp fleiri virkjanir ef ekki er tryggt að sú orka nýtist í þágu þeirra verkefna sem talað er fyrir og samfélagið kallar eftir.

Ég ætla að vera stjórnmálamaður sem vinnur í þágu almannahagsmuna, fjölbreytts atvinnulífs og innlendrar framleiðslu. Ég ætla að tryggja að íslenskur almenningur og venjuleg fyrirtæki hafi aðgang að raforku á sanngjörnum kjörum, svo við missum hvorki matvælaframleiðslu né sjálfbærni úr höndum okkar.

Við eigum ekki að láta tækifærin sem náttúran hefur gefið okkur fara forgörðum. Það er okkar ábyrgð að nýta þau skynsamlega – fyrir Íslendinga, atvinnulífið og komandi kynslóðir.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...