Straumerla
Straumerla er flækingsfugl sem berst hingað líklega frá Vestur-Evrópu. Nokkrar þeirra hafa glatt fuglaskoðara núna í nóvember. Hún er náskyld maríuerlu sem við þekkjum svo vel. Hún er svipuð að stærð og maríuerla nema með styttri fætur og lengra stél. Straumerlan hefur síðan þennan áberandi gula lit á neðri hluta búksins eða alveg frá háls/brjósti, niður kvið og síðu alveg aftur að stéli. Þær eru ekki alveg eins félagslyndar við okkur mannfólkið og maríuerlan. Þeir fuglar sem finnast hér geta verið nokkuð styggir. Þær leita helst á staði þar sem er að finna straumvatn með grýttum bökkum eða eyrum þar sem þær leita sér af æti, gjarnar er skógur eða trjálundur í nágrenninu. Þar sem þær verpa gera þær sér hreiður í sprungum eða holum í klettum en einnig er ekki óalgengt að þær verpi í holum eða sprungum í mannvirkjum nærri straumvatni lík brúm eða veggjum.