Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Straumerla
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 13. desember 2023

Straumerla

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Straumerla er flækingsfugl sem berst hingað líklega frá Vestur-Evrópu. Nokkrar þeirra hafa glatt fuglaskoðara núna í nóvember. Hún er náskyld maríuerlu sem við þekkjum svo vel. Hún er svipuð að stærð og maríuerla nema með styttri fætur og lengra stél. Straumerlan hefur síðan þennan áberandi gula lit á neðri hluta búksins eða alveg frá háls/brjósti, niður kvið og síðu alveg aftur að stéli. Þær eru ekki alveg eins félagslyndar við okkur mannfólkið og maríuerlan. Þeir fuglar sem finnast hér geta verið nokkuð styggir. Þær leita helst á staði þar sem er að finna straumvatn með grýttum bökkum eða eyrum þar sem þær leita sér af æti, gjarnar er skógur eða trjálundur í nágrenninu. Þar sem þær verpa gera þær sér hreiður í sprungum eða holum í klettum en einnig er ekki óalgengt að þær verpi í holum eða sprungum í mannvirkjum nærri straumvatni lík brúm eða veggjum.

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...