Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Straumerla
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 13. desember 2023

Straumerla

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Straumerla er flækingsfugl sem berst hingað líklega frá Vestur-Evrópu. Nokkrar þeirra hafa glatt fuglaskoðara núna í nóvember. Hún er náskyld maríuerlu sem við þekkjum svo vel. Hún er svipuð að stærð og maríuerla nema með styttri fætur og lengra stél. Straumerlan hefur síðan þennan áberandi gula lit á neðri hluta búksins eða alveg frá háls/brjósti, niður kvið og síðu alveg aftur að stéli. Þær eru ekki alveg eins félagslyndar við okkur mannfólkið og maríuerlan. Þeir fuglar sem finnast hér geta verið nokkuð styggir. Þær leita helst á staði þar sem er að finna straumvatn með grýttum bökkum eða eyrum þar sem þær leita sér af æti, gjarnar er skógur eða trjálundur í nágrenninu. Þar sem þær verpa gera þær sér hreiður í sprungum eða holum í klettum en einnig er ekki óalgengt að þær verpi í holum eða sprungum í mannvirkjum nærri straumvatni lík brúm eða veggjum.

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...