Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Forsvarsmenn sveitarfélaganna fjögurra ásamt forsvarsmönnum hestamannafélagsins Jökuls í reiðhöllinni á Flúðum við undirritun samstarfssamningsins
Forsvarsmenn sveitarfélaganna fjögurra ásamt forsvarsmönnum hestamannafélagsins Jökuls í reiðhöllinni á Flúðum við undirritun samstarfssamningsins
Líf og starf 25. janúar 2023

Sveitarfélög styðja hestamenn

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Sveitarfélögin fjögur í uppsveitum Árnessýslu, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur, undirrituðu nýlega samstarfssamning við Hestamannafélagið Jökul.

Tilgangur samningsins er m.a. að efla samstarf sveitarfélaganna og hestamannafélagsins Jökuls, tryggja öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf fyrir börn og unglinga og efla starf félagsins.

„Áhersla er á fagmennsku og þekkingu í starfi félagsins og forvarnir með fræðslu til iðkenda og starfsmanna um skaðsemi vímuefna, einelti, kynbundið áreiti, kynferðislegt áreiti eða ofbeldi. Í samningnum, sem gildir út árið 2026, er kveðið á um árlegan fjárhagslegan stuðning sveitarfélaganna við félagið,“ segir í tilkynningu frá sveitarstjóra Bláskógabyggðar, Ástu Stefánsdóttur.

Hestamannafélagið Jökull var stofnað árið 2022, eftir sameiningu hestamannafélaganna Loga, Smára og Trausta og nær starfssvæði þess yfir öll sveitarfélögin fjögur. Í tilkynningu segir að ánægja sé með sameininguna og hafi nú þegar sýnt sig að starf félagsins sé öflugt.

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni
Líf og starf 3. desember 2024

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni

Stefán Jónsson briddsspilari hefur reynst Bridgesambandi Íslands hvalreki með áh...

Augnlitir í sauðfé
Líf og starf 3. desember 2024

Augnlitir í sauðfé

Sjöunda útgáfa Hvammshlíðar­dagatals hefur litið dagsins ljós.

Norðurljós í nóvember
Líf og starf 2. desember 2024

Norðurljós í nóvember

Tími tunglsins og norðurljósanna hefur nú gengið í garð, en óvenjubjart hefur ve...

Vefnaður úr kasmír
Líf og starf 2. desember 2024

Vefnaður úr kasmír

Hlýlegir treflar, sjöl og peysur úr kasmír er eitthvað sem okkur flestum þykir ó...

Kjötbókin 30 ára
Líf og starf 2. desember 2024

Kjötbókin 30 ára

Kjötbókin er 30 ára á þessu ári. Hún kom fyrst út í prentaðri útgáfu árið 1994 o...

Skákþrautir á netinu
Líf og starf 2. desember 2024

Skákþrautir á netinu

Gríðarlegur fjöldi skákþrauta standa skákáhugafólki til boða til að æfa sig á á ...

Sveitabúðin Una
Líf og starf 28. nóvember 2024

Sveitabúðin Una

Hjónin Rebekka Katrínardóttir og Magnús Haraldsson hafa rekið sveitabúðina Unu n...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 25. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn gæti átt von á þrálátum veikindum. Hann ætti að gæta vel að sjálfum ...