Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Forsvarsmenn sveitarfélaganna fjögurra ásamt forsvarsmönnum hestamannafélagsins Jökuls í reiðhöllinni á Flúðum við undirritun samstarfssamningsins
Forsvarsmenn sveitarfélaganna fjögurra ásamt forsvarsmönnum hestamannafélagsins Jökuls í reiðhöllinni á Flúðum við undirritun samstarfssamningsins
Líf og starf 25. janúar 2023

Sveitarfélög styðja hestamenn

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Sveitarfélögin fjögur í uppsveitum Árnessýslu, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur, undirrituðu nýlega samstarfssamning við Hestamannafélagið Jökul.

Tilgangur samningsins er m.a. að efla samstarf sveitarfélaganna og hestamannafélagsins Jökuls, tryggja öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf fyrir börn og unglinga og efla starf félagsins.

„Áhersla er á fagmennsku og þekkingu í starfi félagsins og forvarnir með fræðslu til iðkenda og starfsmanna um skaðsemi vímuefna, einelti, kynbundið áreiti, kynferðislegt áreiti eða ofbeldi. Í samningnum, sem gildir út árið 2026, er kveðið á um árlegan fjárhagslegan stuðning sveitarfélaganna við félagið,“ segir í tilkynningu frá sveitarstjóra Bláskógabyggðar, Ástu Stefánsdóttur.

Hestamannafélagið Jökull var stofnað árið 2022, eftir sameiningu hestamannafélaganna Loga, Smára og Trausta og nær starfssvæði þess yfir öll sveitarfélögin fjögur. Í tilkynningu segir að ánægja sé með sameininguna og hafi nú þegar sýnt sig að starf félagsins sé öflugt.

Stjörnuspá 16. maí - 30. maí
Líf og starf 16. maí 2024

Stjörnuspá 16. maí - 30. maí

Vatnsberinn hefur í mörgu að snúast þessa dagana en er þó frekar skýr í kollinum...

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...