Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Jens Bligaard, framkvæmdastjóri hjá Seges í Danmörku, sagði frá kolefnisreiknivélinni ESGreen tool.
Jens Bligaard, framkvæmdastjóri hjá Seges í Danmörku, sagði frá kolefnisreiknivélinni ESGreen tool.
Líf og starf 6. desember 2023

Svipmyndir frá afmælisráðstefnu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Fjölmennt og góðmennt var á afmælisráðstefnu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins sem haldin var á Hótel Selfossi þann 23. nóvember síðastliðinn.

Yfirskrift ráðstefnunnar var Áskoranir og tækifæri í landbúnaði og fagnað var áratuga starfsafmæli ráðgjafarmiðstöðvarinnar sem sett var á laggirnar 1. júní árið 2013. Dagskráin innihélt fjölbreytt erindi og fyrirlestra, til að mynda um hlutverk búfjár í sjálfbærri matvælaframleiðslu, gervigreind og samfélagsmiðla, byltingu í sauðfjárrækt og nautgriparækt, próteinframleiðslu framtíðarinnar, áherslur í jarðrækt og loftslagsvænan landbúnað.

Með 20. tölublaði Bændablaðsins fylgdi sérblað tileinkað afmælishátíðinni sem starfsfólk RML hafði veg og vanda af. Í því er hægt að glöggva sig á starfsemi ráðgjafarmiðstöðvarinnar og innihaldi nokkurra erinda sem flutt voru á afmælishátíðinni.

RML er ráðgjafarfyrirtæki í landbúnaði og tengdum greinum. Allir bændur landsins eiga kost á ráðgjöf RML án tillits til búsetu. Þá fer RML með framkvæmd tilgreindra sameiginlegra verkefna samkvæmt lögum í umboði Bændasamtaka Íslands.

11 myndir:

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...