Svipmyndir frá afmælisráðstefnu
Fjölmennt og góðmennt var á afmælisráðstefnu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins sem haldin var á Hótel Selfossi þann 23. nóvember síðastliðinn.
Yfirskrift ráðstefnunnar var Áskoranir og tækifæri í landbúnaði og fagnað var áratuga starfsafmæli ráðgjafarmiðstöðvarinnar sem sett var á laggirnar 1. júní árið 2013. Dagskráin innihélt fjölbreytt erindi og fyrirlestra, til að mynda um hlutverk búfjár í sjálfbærri matvælaframleiðslu, gervigreind og samfélagsmiðla, byltingu í sauðfjárrækt og nautgriparækt, próteinframleiðslu framtíðarinnar, áherslur í jarðrækt og loftslagsvænan landbúnað.
Með 20. tölublaði Bændablaðsins fylgdi sérblað tileinkað afmælishátíðinni sem starfsfólk RML hafði veg og vanda af. Í því er hægt að glöggva sig á starfsemi ráðgjafarmiðstöðvarinnar og innihaldi nokkurra erinda sem flutt voru á afmælishátíðinni.
RML er ráðgjafarfyrirtæki í landbúnaði og tengdum greinum. Allir bændur landsins eiga kost á ráðgjöf RML án tillits til búsetu. Þá fer RML með framkvæmd tilgreindra sameiginlegra verkefna samkvæmt lögum í umboði Bændasamtaka Íslands.