Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Jens Bligaard, framkvæmdastjóri hjá Seges í Danmörku, sagði frá kolefnisreiknivélinni ESGreen tool.
Jens Bligaard, framkvæmdastjóri hjá Seges í Danmörku, sagði frá kolefnisreiknivélinni ESGreen tool.
Líf og starf 6. desember 2023

Svipmyndir frá afmælisráðstefnu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Fjölmennt og góðmennt var á afmælisráðstefnu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins sem haldin var á Hótel Selfossi þann 23. nóvember síðastliðinn.

Yfirskrift ráðstefnunnar var Áskoranir og tækifæri í landbúnaði og fagnað var áratuga starfsafmæli ráðgjafarmiðstöðvarinnar sem sett var á laggirnar 1. júní árið 2013. Dagskráin innihélt fjölbreytt erindi og fyrirlestra, til að mynda um hlutverk búfjár í sjálfbærri matvælaframleiðslu, gervigreind og samfélagsmiðla, byltingu í sauðfjárrækt og nautgriparækt, próteinframleiðslu framtíðarinnar, áherslur í jarðrækt og loftslagsvænan landbúnað.

Með 20. tölublaði Bændablaðsins fylgdi sérblað tileinkað afmælishátíðinni sem starfsfólk RML hafði veg og vanda af. Í því er hægt að glöggva sig á starfsemi ráðgjafarmiðstöðvarinnar og innihaldi nokkurra erinda sem flutt voru á afmælishátíðinni.

RML er ráðgjafarfyrirtæki í landbúnaði og tengdum greinum. Allir bændur landsins eiga kost á ráðgjöf RML án tillits til búsetu. Þá fer RML með framkvæmd tilgreindra sameiginlegra verkefna samkvæmt lögum í umboði Bændasamtaka Íslands.

11 myndir:

Stjörnuspá 16. maí - 30. maí
Líf og starf 16. maí 2024

Stjörnuspá 16. maí - 30. maí

Vatnsberinn hefur í mörgu að snúast þessa dagana en er þó frekar skýr í kollinum...

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...