Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Ísfirðingar vilja ekki fleiri skemmtiferðaskip
Mynd / Hw Scott
Í deiglunni 13. desember 2023

Ísfirðingar vilja ekki fleiri skemmtiferðaskip

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Í niðurstöðum nýlegrar rannsóknar um þolmörk og viðhorf íbúa Ísafjarðar gagnvart komu skemmtiferðaskipa er mælt með að sett verði takmörk um leyfðan hámarksfjölda farþega eða afmörkuð viðmið um komur þeirra í bæjarfélagið.

Þolmörkum Ísfirðinga er náð um fjölda skemmtiferðaskipa og íbúar eru á móti frekari aukningu.

Ferðamannafjöldi á Ísafirði hefur aukist verulega með aukningu komu skemmtiferðaskipa þar yfir sumarmánuðina. Elizabeth Riendeau, nemi í haf- og strandsvæðastjórnun hjá Háskólasetri Vestfjarða, lauk nýverið við rannsókn á viðhorfum íbúa Ísafjarðar gagnvart þessari miklu fjölgun.

Mælir með fjöldatakmörkun

Í ritgerðinni kemur fram að skemmtiferðaskip hafi vanið komur sínar til Ísafjarðar frá árinu 1996 en ferðamannafjöldinn hafi haldist í um 3.000 árlegum farþegum framan af. Árið 2004 hafi farþegafjöldi tekið að aukast og hefur vaxið verulega á síðastliðnum áratug en búist er við að um 230.000 farþegar skemmtiferðaskipa hafi heimsótt Ísafjörð árið 2023. Elizabeth talar um að ferðaþjónusta með skemmtiferðaskipum hafi á sig orð um ósjálfbærni, bæði vegna neikvæðra umhverfisáhrifa skipanna sjálfra en einnig vegna þess efnahagslega misbrests sem slíkt form ferðalaga getur haft á þá áfangastaði sem heimsóttir eru.

Þannig benda niðurstöður megindlegrar rannsóknar hennar til þess að þolmörkum íbúa Ísafjarðar sé náð varðandi fjölda skemmtiferðaskipa sem koma þar og að íbúar séu á móti frekari aukningu. Stuðningur við óbreytt ástand var skiptur en þó reyndust margir íbúar umburðarlyndir gagnvart núverandi fjölda ferðamanna.

Margvíslegir hagmunir séu fólgnir í að tryggja að vöxtur ferðaþjónustu staðarins sé í sem bestri sátt við íbúa á Vestfjörðum og þróist í samræmi við væntingar þeirra því atvinnugreinin og vægi hennar fer hlutfallslega vaxandi í landshlutanum. Mælir höfundur með að sett verði takmörk um leyfðan hámarksfjölda farþega eða afmörkuð viðmið um komur skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar.

Byggðastofnun segir frá þessum niðurstöðum rannsóknarinnar en Byggðarannsóknasjóður veitti Elizabeth styrk fyrir henni í lok árs 2022.

Vinna að stefnu Ísafjarðarbæjar um móttöku skemmtiferðaskipa

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að fyrirhugað sé að móta stefnu um komu skemmtiferðaskipa þar sem tekið verði á ýmsum þáttum, þar með talið fjölda skipa og farþega í tengslum við þolmörk samfélagsins. Í minnisblaði sem lagt var fram á fundi hafnarstjórnar bæjarins í september segir að sveitarfélaginu og starfsfólki hafi borist nokkrar athugasemdir frá íbúum í sumar vegna komu skemmtiferðaskipa til bæjarins.

„Meðal annars hefur verið kvartað undan skipsflautum, sem oft eru þeyttar í kveðjuskyni þegar skip yfirgefa Ísafjarðarhöfn. Er þetta talið óþarfa áreiti og eingöngu ætti að nota skipsflautur þegar nauðsyn krefur.

Einnig hefur verið kvartað undan því að gestir geri þarfir sínar utandyra, en þessar kvartanir bárust áður en salernisgámur var fenginn á Landsbankaplanið. Þá hafa verið gerðar athugasemdir við mengun frá skipum þegar þau eru í höfn/á akkeri. Mengunarmælar eru staðsettir á tveimur stöðum í Skutulsfirði, í miðbænum og í Holtahverfi.

Svæði meðfram smábátahöfn, frá gatnamótum við Mjósund að Mávagarði, sem sérmerkt var fyrir gangandi, var ítrekað notað sem bílastæði, sömu bílar stóðu þar jafnvel dögum saman,“ segir í minnisblaði frá Tinnu Ólafsdóttur, upplýsingafulltrúa Ísafjarðarbæjar.

Helsta ógn við lýðheilsu í dag
Fréttaskýring 29. október 2024

Helsta ógn við lýðheilsu í dag

Íslendingar nota mun meira af sýklalyfjum fyrir fólk en Norðurlandaþjóðirnar en ...

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð
Fréttaskýring 27. september 2024

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð

Unnið er að veglagningu í Hornafirði, styttingu hringvegarins um Hornafjarðarflj...

Betur má ef duga skal
Fréttaskýring 13. september 2024

Betur má ef duga skal

Tæp 2.000 tonn af heyrúlluplasti skiluðu sér í endurvinnslu árið 2023. Enn eru u...

Vindmyllur þyrla upp moldviðri
Fréttaskýring 30. ágúst 2024

Vindmyllur þyrla upp moldviðri

Nú stefnir allt í að fyrsta vindorkuver Íslands rísi á næstu tveimur árum. Lands...

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði
Fréttaskýring 16. ágúst 2024

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði

Skortur á koltvísýringi og óöryggi við afhendingu hans hefur hamlandi áhrif á yl...

Orsakir kals og möguleg viðbrögð
Fréttaskýring 5. júlí 2024

Orsakir kals og möguleg viðbrögð

Talsverðar kalskemmdir eru á Norðurlandi í ár og virðist tjónið vera útbreiddast...

Vanefndir stjórnvalda
Fréttaskýring 21. júní 2024

Vanefndir stjórnvalda

Nýlega bárust fréttir af nípuræktun í Þurranesi í Dölum og á síðasta ári var sag...

Ísland eftirbátur í stuðningi við nýliðun og fjárfestingu
Fréttaskýring 7. júní 2024

Ísland eftirbátur í stuðningi við nýliðun og fjárfestingu

Ísland stendur öðrum löndum að baki þegar kemur að stuðningi við nýliða í landbú...