Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Félagar í Rótarýklúbbi Rangæinga og gestir við opnun Austurleiðarsýningarinnar.
Félagar í Rótarýklúbbi Rangæinga og gestir við opnun Austurleiðarsýningarinnar.
Mynd / mhh
Líf og starf 8. janúar 2024

Sýning á sögu Austurleiðar

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sýning á sögu rútufyrirtækis opnaði nýlega í Skógum undir Eyjafjöllum.

Í tilefni af 60 ára afmæli rútufyrirtækisins Austurleiðar í Rangárvallasýslu fyrr á þessu ári ákvað Rótarýklúbbur Rangæinga að hafa það að markmiði sínu að koma upp sýningu um starfsemi fyrirtækisins á Samgöngusafninu í Skógum undir Eyjafjöllum.

Það hefur nú tekist því 16. nóvember var sýningin opnuð formlega að viðstöddum forsvarsmönnum safnsins og Rótarýklúbbsins.

„Á sýningunni er farið yfir fyrstu 20 árin eftir stofnun hlutafélagsins Austurleiðar á spjöldum með myndum og texta, sem ég veit að margir hafa gaman af því að skoða. Þá má geta þess að fyrsta rúta fyrirtækisins, L-502, er í eigu safnsins og til stendur að gera hana upp. Hún er illa farin en er nú komin í skjól og mun njóta þeirrar virðingar sem hún á skilið,“ segir Sigurlín Sveinbjarnardóttir, fyrrum forseti Rótarýklúbbs Rangæinga og ein af driffjöðrum verkefnisins í Skógum.

Hlutafélagið Austurleið var stofnað þann 1. apríl 1963 á Hvolsvelli af átta hluthöfum. Fyrirtækið var með áætlunarferðir frá Reykjavík og að Múlakoti í Fljótshlíð og einnig austur í Vík og á Kirkjubæjarklaustur.

Bílaeign var ekki almenn á þessum tíma og því þótti mörgum gott að geta brugðið sér til Reykjavíkur í dagsferð til að sinna margs konar erindum.

Rútan L-502 frá Austurleið árgerð 1963, sem er í eigu Samgöngusafnsins í Skógum, en til stendur að gera hana upp. Verður það eflaust mikil vinna miðað við ástand rútunnar.

Skylt efni: Austurleið | Samgöngusafn

Réttalistinn 2024
Líf og starf 29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 29. ágúst 2024

Gerum okkur dagamun

Nú eru síðustu hátíðir sumarsins að líta dagsins ljós og með það til hliðsjónar ...

Álka
Líf og starf 28. ágúst 2024

Álka

Álka er miðlungsstór svartfugl sem líkt og aðrir svartfuglar lifir alfarið á sjó...

Menntskælingar læra bridds
Líf og starf 28. ágúst 2024

Menntskælingar læra bridds

Mikil uppsveifla varð í skólabridds í fyrravetur þegar iðkendum íþróttarinnar fj...

Ævintýralegar hestaferðir fjallagarps
Líf og starf 27. ágúst 2024

Ævintýralegar hestaferðir fjallagarps

Fjöllin, dalirnir, vötnin, fossarnir, sandarnir, jöklarnir og gljúfrin eru Ólafi...

Rauða skrímslið í Borgarfirðinum
Líf og starf 27. ágúst 2024

Rauða skrímslið í Borgarfirðinum

Þessa dagana eru briddsarar á ferð og flugi landshorna á milli í Bikarkeppni Bri...

Líforkuver á Dysnesi við Eyjafjörð
Líf og starf 26. ágúst 2024

Líforkuver á Dysnesi við Eyjafjörð

Það er ástæða til að fagna því að skriður sé kominn á innviðauppbyggingu förguna...

Liggur þú í glimmerpækli?
Líf og starf 26. ágúst 2024

Liggur þú í glimmerpækli?

Eftir drunga sumarsins dreymir sjálfsagt marga um örlítið glitur vonar. Það má a...