Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Tré ársins og pálmar í Sahara
Líf og starf 23. janúar 2023

Tré ársins og pálmar í Sahara

Höfundur: Vilmundur Hansen

Annað tölublað skógræktarritsins 2022 kom út skömmu fyrir síðustu jól. Að venju eru í ritinu fjöldi áhugaverðra greina sem tengjast skógrækt og ræktun.

Þar á meðal er grein um áhrif skjóls á nærviðri og plöntuvöxt, skógrækt á vonlausum svæðum og um sedrusviði Atlasfjalla og pálmalundi í Sahara.

Brynjólfur Jónsson segir frá tré ársins sem árið 2022 var sitkagreni skammt frá Systrafossi við Kirkjubæjarklaustur.

Tréð er jafnframt hæsta tré landsins. Benedikt Erlingsson birtir hugleiðingu sem hann kallar Predikun fyrir trúða. Sagt er frá aðalfundi Skógræktarfélags Íslands 2022 sem haldinn var í Hlégarði í Mosfellsbæ í september síðastliðinn og umfjöllunarefni fundarins og niðurstöðu kosninga í stjórn og nefndir.

Í ritinu er einnig að finna minningu um fjóra merka drifkrafta í skógrækt auk þess sem farið er yfir skógræktarárið 2021.

Skógræktarritið kemur út tvisvar á ári og er eina fagrit landsins sem fjallar sérstaklega um skógrækt og málefni henni tengdri.

Skylt efni: skógræktarritið

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni
Líf og starf 3. desember 2024

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni

Stefán Jónsson briddsspilari hefur reynst Bridgesambandi Íslands hvalreki með áh...

Augnlitir í sauðfé
Líf og starf 3. desember 2024

Augnlitir í sauðfé

Sjöunda útgáfa Hvammshlíðar­dagatals hefur litið dagsins ljós.

Norðurljós í nóvember
Líf og starf 2. desember 2024

Norðurljós í nóvember

Tími tunglsins og norðurljósanna hefur nú gengið í garð, en óvenjubjart hefur ve...

Vefnaður úr kasmír
Líf og starf 2. desember 2024

Vefnaður úr kasmír

Hlýlegir treflar, sjöl og peysur úr kasmír er eitthvað sem okkur flestum þykir ó...

Kjötbókin 30 ára
Líf og starf 2. desember 2024

Kjötbókin 30 ára

Kjötbókin er 30 ára á þessu ári. Hún kom fyrst út í prentaðri útgáfu árið 1994 o...

Skákþrautir á netinu
Líf og starf 2. desember 2024

Skákþrautir á netinu

Gríðarlegur fjöldi skákþrauta standa skákáhugafólki til boða til að æfa sig á á ...

Sveitabúðin Una
Líf og starf 28. nóvember 2024

Sveitabúðin Una

Hjónin Rebekka Katrínardóttir og Magnús Haraldsson hafa rekið sveitabúðina Unu n...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 25. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn gæti átt von á þrálátum veikindum. Hann ætti að gæta vel að sjálfum ...