Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Snoturt og snyrtilegt hús til fataskipta fyrir þá sem vilja bregða sér í sjóinn við Fell í Finnafirði.
Snoturt og snyrtilegt hús til fataskipta fyrir þá sem vilja bregða sér í sjóinn við Fell í Finnafirði.
Mynd / Reimar Sigurjónsson
Líf og starf 1. september 2023

Unnendur sjósunds boðnir velkomnir

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Byggð hefur verið upp aðstaða til sjóbaða við bæinn Fell í Finnafirði.

Við vík í firðinum, skammt sunnan við Fell, hefur Reimar Sigurjónsson bóndi komið upp skýli til fataskipta auk þess að koma fyrir kari þar sem fólk getur skolað af sér eftir sjóbaðið.

„Aðgengi er gott fyrir þá sem vilja fara í sjóinn,“ segir Reimar. „Það eru ekki varasamir straumar þarna. Ég hef svo sem ekki yfirsýn yfir hversu aðstaðan er mikið notuð en eitthvað er nú skrifað í gesta- bókina.“ Reimar segir stíg niður að Skelinni, þ.e.a.s. skiptiaðstöðunni, gerðan úr rekavið, og stígur frá henni og langleiðina að víkinni hafi verið hellulagður með náttúruhellum og reki haldi við að neðanverðu. Svo sé gengið eftir gömlum vegi alveg niður í fjöruna. Kaðalhandrið sé með stígnum endilöngum. „Það er rennandi vatn að pallinum sem er við Skelina og fer það í gamlan sturtubotn, hugsað til þess að geta skolað sand af fótunum og mögulega einhverju fleiru,“ segir Reimar.

Ekkert gjald sé tekið fyrir notkun aðstöðunnar. Hann fékk styrk frá Brothættum byggðum til verkefnisins á grunni þess að auka við afþreyingu fyrir ferðamenn og fá þá til að staðnæmast meira en eina nótt á svæðinu.

Skelin er að miklu leyti byggð úr rekavið úr fjörunni. Reimar segi reka mjög mismunandi milli ára. „Sum ár rekur lítið og önnur nokkuð mikið,“ segir hann. „Ég fékk jafnframt styrk frá Brothættum byggðum til að gera mér aðstöðu til að framleiða vörur úr rekavið, t.d. ljós, borð, hillur og bara það sem mér dettur í hug og fólk getur líka beðið um eitthvað sérstakt og þá reyni ég að verða við því.

Ég er með stóra og mikla bandsög og fletti bolum í henni sem ég framleiði síðan vörur úr. Ég nota svo rekavið til að kynda hjá mér íbúðarhúsið að hluta. Hugmyndin er að gera mun meira af því. Þar fyrir utan eru flestar girðingar á jörðinni gerðar með rekaviðarstaurum,“ segir Fellsbóndi að lokum.

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...