Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Guðrún Dröfn Pálsdóttir heldur fagmannlega um hespuna.
Guðrún Dröfn Pálsdóttir heldur fagmannlega um hespuna.
Mynd / Svanhildur Pálsdóttir
Líf og starf 20. júlí 2021

Vel heppnuð Prjónagleði á Blönduósi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Prjónagleðin var mjög vel heppnuð og hér var fjölmenni,“ segir Svanhildur Pálsdóttir, viðburða- og markaðsstjóri Prjónagleðinnar, sem haldin var á Blönduósi á dögunum. Prjónagleðin var nú haldin í fimmta sinn, sú fyrsta var árið 2016 en hátíðin í fyrra féll niður vegna samkomutakmarkana út af kórónuveirunni. „Það var alveg greinilegt að prjónarar voru í mikilli þörf fyrir samveru og virkilega gaman að upplifa gleðina og áhugann sem svo sannarlega var við völd,“ segir Svanhildur. Haldin voru alls 15 námskeið og þá var fjölmenni á fyrirlestrum sem í boði voru á Prjónagleði. Viðburðir eins og prjónaganga og prjónamessa mæltust vel fyrir. Garnatorg var í íþróttamiðstöð, þar var hjarta hátíðarinnar þar sem 22 aðilar buðu garn og aðrar prjónatengdar vörur til sölu. Ístex kynnti þar ullarsængur sínar og kodda og fyrirtækið sýndi einnig peysurnar úr síðustu Lopabók.

Vinningsvesti

Vinningsvestin úr hönnunar- og prjónasamkeppni Prjónagleðinnar voru einnig til sýnis á Garntorginu en Ragnheiður Guðmundsdóttir varð hlutskörpust í þeirri samkeppni með vesti sem nefnist Hraun, þá var Fractal eftir Guðlaugu Svölu Steinunni Kristjánsdóttur í öðru sæti og Sólrún eftir Hilmu Eiðsdóttur Bakken í því þriðja. „Samveran sem Prjónagleðin bauð upp á var afar dýrmæt og nýttu prjónarar hvert tækifæri til þess að safnast saman og prjóna í minni og stærri hópum,“ segir Svanhildur. Næsta Prjónagleði verður haldin á Blönduósi eftir tæpt ár, dagana 10.–12. júní 2022.

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...