Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Guðrún Dröfn Pálsdóttir heldur fagmannlega um hespuna.
Guðrún Dröfn Pálsdóttir heldur fagmannlega um hespuna.
Mynd / Svanhildur Pálsdóttir
Líf og starf 20. júlí 2021

Vel heppnuð Prjónagleði á Blönduósi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Prjónagleðin var mjög vel heppnuð og hér var fjölmenni,“ segir Svanhildur Pálsdóttir, viðburða- og markaðsstjóri Prjónagleðinnar, sem haldin var á Blönduósi á dögunum. Prjónagleðin var nú haldin í fimmta sinn, sú fyrsta var árið 2016 en hátíðin í fyrra féll niður vegna samkomutakmarkana út af kórónuveirunni. „Það var alveg greinilegt að prjónarar voru í mikilli þörf fyrir samveru og virkilega gaman að upplifa gleðina og áhugann sem svo sannarlega var við völd,“ segir Svanhildur. Haldin voru alls 15 námskeið og þá var fjölmenni á fyrirlestrum sem í boði voru á Prjónagleði. Viðburðir eins og prjónaganga og prjónamessa mæltust vel fyrir. Garnatorg var í íþróttamiðstöð, þar var hjarta hátíðarinnar þar sem 22 aðilar buðu garn og aðrar prjónatengdar vörur til sölu. Ístex kynnti þar ullarsængur sínar og kodda og fyrirtækið sýndi einnig peysurnar úr síðustu Lopabók.

Vinningsvesti

Vinningsvestin úr hönnunar- og prjónasamkeppni Prjónagleðinnar voru einnig til sýnis á Garntorginu en Ragnheiður Guðmundsdóttir varð hlutskörpust í þeirri samkeppni með vesti sem nefnist Hraun, þá var Fractal eftir Guðlaugu Svölu Steinunni Kristjánsdóttur í öðru sæti og Sólrún eftir Hilmu Eiðsdóttur Bakken í því þriðja. „Samveran sem Prjónagleðin bauð upp á var afar dýrmæt og nýttu prjónarar hvert tækifæri til þess að safnast saman og prjóna í minni og stærri hópum,“ segir Svanhildur. Næsta Prjónagleði verður haldin á Blönduósi eftir tæpt ár, dagana 10.–12. júní 2022.

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...