Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kartöfluröstí og Sacherterta
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 10. janúar 2020

Kartöfluröstí og Sacherterta

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Kartöfluröstí er góður réttur einn og sér, sem meðlæti með aðalrétti – eða þá sem léttur réttur með blaðlauk, í dýrindis fetasósu. 
 
Kartöfluröstí  í svissneskum stíl
 
Hráefni
  • 400 g skrældar sterkjuríkar kartöflur, rifnar í sömu stærð og eldspýtur 
  • sjávarsalt
  • svört piparkorn, mulin með kvörn
  • ólífuolía
Hráefni í fetaostasósu
  • 150 g fetaostur
  • 30 g blaðlaukur
  • 3 msk. ólífuolía
  • 1 msk. nýpressaður sítrónusafi
  • mulinn pipar
Aðferð
Til að búa til sósuna þá byrjið þið að vinna saman fetaost, fínt skorinn blaðlauk, ólífuolíu og sítrónusafa í matvinnsluvél eða blandara þar til blandan er slétt. Kryddið með pipar eftir smekk.
 
Hitið fimm matskeiðar af ólífuolíu í 22 sentimetra viðloðunarfrírri pönnu á miklum hita, bætið kartöflunum við og dreifið þeim jafnt og þrýstið þeim niður með spaða.
 
Minnkið hitann niður í miðlungs hita og eldið í um það bil fimm mínútur og gætið þess að kartöflurnar brenni ekki.
 
Losið „röstí“ frá hliðum pönnunnar með því að nota spaða og lyftið varlega frá botninum (en ekki fletta því strax). Það ætti að verða gullið og ljósbrúnt undir þegar það er orðið tilbúið til að snú því við.
 
Til að snúa röstí kartöflunum við, byrjið að loka pönnunni með stóru loki (diski til dæmis) og snúið pönnunni þannig við, vandlega en hratt. Þá ættuð þið að enda með röstí í lokinu.
 
Setjið pönnuna aftur á hitann, bætið við einni matskeið af olíu og látið röstí renna af lokinu á pönnuna. Eldið í fimm mínútur, eða þar til það er orðið gullið og stökkt á botnhliðinni.
 
Losið röstí frá hliðum og botni pönnunnar og rennið henni á stóran disk (setjið það fyrst yfir á lokið).  Kryddið með sjávarsalti og muldum pipar eftir smekk og berið fram með ríflegum skammti af fetasósunni.
 
 
Sacherterta
 
Sachertorte var fyrst gerð  árið 1832 og er ein frægasta súkkulaðikaka í heiminum.
 
Eitt frægasta kaffihús Vínarborgar, Cafe Sacher á Hotel Sacher, á heiðurinn og framreiðir enn í dag þessa frægu köku.
 
Hinn 16 ára gamli lærlingur Franz Sacher, árið 1832, vissi ekkert um það hvaða áhrif kaka hans myndi hafa á súkkulaðiunnendur um allan heim. Uppskriftin að upprunalegu Sacher-Torte er vel geymt leyndarmál og aðeins notuð fyrir gesti á Hótel Sacher í Vín.
 
En hér er leyniuppskriftin afhjúpuð almenningi, eða því sem næst upprunalegu kökunni.
 
Hráefni fyrir Sachertorte
  • 7 eggjarauður
  • 150 g af mjúkt  smjör
  • 125 g flórsykur
  • 200 g af dökku súkkulaði
  • 8 g af vanillusykri
  • 7 eggjahvítur
  • 125 g af sykur
  • klípa af salti
  • 150 g hveiti
  • smjör og hveiti til að pensla formið
  • 150–200 g apríkósusulta, 
  • til að dreifa yfir
  • romm, ef þess er óskað
  • þeyttur rjómi til að skreyta
  • Fyrir gljáa
  • 200 g dökkt súkkulaði 
  • 250 g sykur
  • 150–170 ml af vatni
Aðferð
Bræðið súkkulaðið hægt (helst í vatnsbaði). Blandið smjöri saman við flórsykur og vanillusykur þar til það hefur verið kremað. Hrærið eggjarauðunum smám saman út í.  Hitið ofninn í 180 gráður. Smyrjið kökuform með smjöri og stráið hveiti yfir.  Þeytið eggjahvíturnar með klípu af salti, bætið sykrinum saman við og sláið í stíft. Hrærið brædda súkkulaðinu út í deigið ásamt eggjarauðunum og bætið þeyttu eggjahvítunum varlega saman við með sleif, til skiptis með hveitinu. Setjið deigið í formið og bakið í um það bil klukkustund.
 
Látið kökuna nú kólna (til að fá flatt yfirborð, snúið kökunni á hvolf strax eftir bökun og snúið henni svo aftur við eftir 25 mínútur).
 
Ef apríkósusultan er of þykk, hitið hana stuttlega og hrærið þar til hún er slétt, áður en hún er bragðbætt með rommi eftir smekk. Skerið kökuna í tvennt þvert.
  
Dreifið sultunni á grunninn og setjið hinn helminginn ofan á og hyljið efra yfirborðið og umhverfis brúnirnar með apríkósusultu.
 
Fyrir gljáann
Brjótið súkkulaðið í litla bita. Hitið vatnið með sykri í nokkrar mínútur.  Hellið í skál og látið kólna þar til það verður rúmlega stofuheitt (ef gljáinn er of heitur verður hann mattur útlits, en ef hann er of kaldur verður hann of þykkur). Bætið súkkulaðinu við og leysið upp í sykurlausninni.
 
Hellið gljáanum hratt, án þess að stoppa, yfir kökuna og dreifið henni strax út og sléttið yfir yfirborðið með spaða eða pönnukökuhníf.  Látið kökuna stífna við stofuhita.
 
Berið fram með ríflegum skammti af þeyttum rjóma. Ekki er ráðlegt að geyma Sachertertu í ísskápnum því þar vill hún „svitna“.
Grunnsósur fyrir sósuþjóð
Matarkrókurinn 30. október 2024

Grunnsósur fyrir sósuþjóð

Mér er nokk sama hvort tölfræðin er opinberlega skráð, allir kokkar landsins vit...

Vandamál eplabónda í Kópavogi
Matarkrókurinn 16. október 2024

Vandamál eplabónda í Kópavogi

Ég segi ekki að Bændasamtökin séu á bakinu á mér með að skrá mig í félagið en tæ...

Kjötsúpa
Matarkrókurinn 2. október 2024

Kjötsúpa

Íslenska kjötsúpan er í grunninn alltaf eins en samt ekki. Allir og allar fjölsk...

Subbu-Jobbi
Matarkrókurinn 18. september 2024

Subbu-Jobbi

Nú þegar skólarnir eru að byrja veitir ekki af því að æfa sig í frægustu samloku...

Piparosta-grísapasta
Matarkrókurinn 21. ágúst 2024

Piparosta-grísapasta

Eftir gular viðvaranir og alla þessa rigningu hættir sér ekki nokkur út að grill...

Grillréttir, íslenskt nautakjöt og bleikja
Matarkrókurinn 29. júlí 2024

Grillréttir, íslenskt nautakjöt og bleikja

Hásumar á Íslandinu fagra, á góðum degi, sólin skín jafnvel, kannski er ekki háv...

Stórkarlasteik
Matarkrókurinn 5. júlí 2024

Stórkarlasteik

Nú fara jafnvel eldavélafælnustu karlpungar landsins að taka sér stöðu við grill...

Reykt svín og remúlaði
Matarkrókurinn 6. júní 2024

Reykt svín og remúlaði

Munurinn á heitreyktum og kaldreyktum mat er heilmikill.