Sinneps- og kryddjurtagljáð lamb, berjabaka og ís
Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Hér eru þrír fljótlegir en afar gómsætir réttir; sinneps- og kryddjurtagljáð lamb, berjabaka og ís.
Sinneps- og kryddjurtagljáð lamb með beikoni
- 4-6 bitar af góðu lambi, um 180-200 g á mann
- Ein matskeið ólífuolía
- Tvær matskeiðar Dijon-sinnep
- 1/4 bolli fersk steinselja, fínt söxuð
- 150 g beikon, sneiðar (stökkteiktar og þerraðar á pappír)
- Tveir stórir skalotlaukar, eða litlir rauðlaukar skornir í tvennt
Hitið ofninn í 220 gráður.
Kryddið kjötið með salti og pipar. Gott að brúna við háan hita á öllum hliðum.
Blandið jurtunum saman í skál með ólífuolíu og stökku beikoni.
Nuddið allar hliðar lambsins með sinnepi og svo jurta- og beikonblöndunni. Setjið í ofnfast fat og bakið í 5-10 mínútur eftir stærð og gerð vöðvans. Lækkið ofnhitann í 120 gráður eða þar til þykkasti hluturinn nær að lágmarki 60 gráðum.
Látið kjötið hvíla í 15 mínútur. Sneiðið og framreiðið með meðlæti að eigin vali og góðu grænmeti (eins og ristuðum lauk sem er gott að baka með kjötinu, krydda með ediki og smá olíu).
Maís passar einnig vel með þessum mat og sveppasósa.
Berjabaka sem ekki þarf að baka, með hindberjum og hvítu súkkulaði
- 180 g Oreo- eða haustkex
- 75 g ósaltað smjör, brætt
- 180 g hvítt súkkulaði
- 90 ml rjómi
- 300 g ferskt hindber
Fyrir þessa uppskrift þarft þú fjóra 6-10 sentimetra hringi. Gott ef þeir eru til úr stáli en það má jafnvel nota botn af skyrdós.
Bætið smákökum í matvinnsluvél og gerið kexmylsnu. Bætið smjörinu við og blandið saman þangað til komin er sandáferð á blönduna.
Setjið um það bil tvær matskeiðar í hvern hring (eða skyrdós), dreifið jafnt yfir hliðarnar og ýtið þétt niður með fingrunum eða bakhlið.
Kælið í 30 mín.
Til að gera súkkulaðikrem er hvítt súkkulaði einfaldlega brætt og hrært saman við rjóma.
Blandan er hituð í örbylgjuofni, en bara í 20 sekúndur í senn.
Hrærið á milli þar til blandan er slétt og glansandi.
Fylltu hvert form eða hring með hvítu súkkulaði.
Setjið fersk hindber varlega ofan á og skreytið með hvítu súkkulaði.
Einfaldur jarðarberja- og bananaís – gerður á fimm mínútum
- 4 stk. bananar, frosnir
- 4 bollar jarðarber, frosin
- 2 matskeiðar sykur (eða hunang)
Setjið jarðarber í skál, bætið sykri við og hristið saman. Setjið skálina í örbylgjuofn í 30 sekúndur í einu. Hrærið þar til jarðarberin mýkjast og sykurinn leysist upp í safanum af berjunum.
Setjið banana og jarðarberjablönduna í matvinnsluvél. Hrærið þessu vel saman þar til þetta er orðið að fullkominni blöndu.
Setjið í box eða skál og leyfið að stífna upp í frysti í tvær til þrjár klukkustundir.
Takið úr frysti 10 mínútum áður en ísinn er borðaður, til að leyfa blöndunni að mýkjast lítillega.