Smjörböðuð nautasteik og ljúffeng jarðarber í skammdeginu
Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Áður en lesendur demba sér í þorramatinn er upplagt að gæða sér á ljúffengri nautasteik. Smjörböðuð ribeyesteik er ómótstæðileg en galdurinn er að elda kjötið rétt. Afbrigði af béarnaise-sósu með kjötkrafti ættu allir að kynna sér.
Tómatar, basil og mozzarellaostur ásamt ólífuolíu á brauði er klassík og kjörinn snittubiti. En það má líka nota ýmsa hvítmygluosta og taka sultuna á nýtt plan með því að nota fersk jarðarber með balsamic-ediki, til að fá jafnvægi á sýru og sætu. Það er hægt að meðhöndla jarðarber mikið eins og tómata með ediki, ólífuolíu, salti og pipar. Og smá ferskt hakkað basil er punkturinn yfir i-ið.
Í lokin er lítil uppskrift að jarðarberjabollaköku sem fljótlegt er að laga í örbylgjuofni.
Smjörböðuð nautasteik
- Nautakjöt, ribeye, skorið í steikur
- 300 g smjör
- 2 hvítlauksgeirar
- salt og pipar
- kryddjurtir t.d. 1 grein rósmarín
- sveppir
- Kartöflur og grænmeti að eigin vali, t.d. spergilkál, laukur og kóríander
Hitið pönnu yfir miðlungs hita. Setjið kjötið, sem búið er að skera í steikur, á pönnuna. Eldið í um 5 mínútur þar til það hefur brætt ágætis magn af fitunni. Setjið á hina hliðna og eldið í um 5 mínútur. Snúið og eldið í um 3 mínútur til viðbótar. Þá er bætt smjörinu, rósmaríngrein og hvítlauk. Haldið við 60 °C (sem er miðlungs steikt með kjötmæli), stráið salti og baðið í smjöri í lágmark 6 mínútur. Gott er að velta kjötinu stöðugt í smjörinu. Takið upp úr og kryddið með meira salti og eldið í um 3 mínútur til að hita kjötið upp á pönnunni. Notið smjörið í bernaisesósu eða kryddsmjör og framreiðið með kjötinu.
Berið fram með útgáfu af bernaise-sósu, sauce foyot.
Sauce foyot
Í franska eldhúsinu fyrr á tíðum voru allar grunnsósur skráðar í uppskriftabækurnar. Ef einu nýju bragðefni var bætt í var nýtt nafn fundið á sósuna. Béarnaise-sósa með kjötgljáa (krafti) er kölluð foyot-sósa. Gott er að nota smjörið sem kjötið var baðað í.
- 3 stk. eggjarauður
- 300 ml brætt smjör
- 1 msk. dijon sinnep
-
2 msk. bearnaise kryddlögur
(bearnaise essens)
Eftir smekk:
- 2 tsk. estragon þurrkað
- 1/2 búnt fersk estragon (má sleppa)
- eftir smekk salt og pipar
- eftir smekk kjötkraftur
Bræðið smjörið, þeytið eggjarauðurnar og bætið smjöri varlega út í eggjarauðurnar og þeytið vel á meðan. Kryddið með bernaise essens (kryddlegi), dijon sinnepi, sítrónusafa, estragon og salti og pipar eftir smekk.
Jarðarberja „bruschetta“ með balsamic-ediki og basillaufi
- 1 box fersk jarðarber, skorin í sneiðar
- 1 msk. balsamic-edik
- 1 msk. ólífuolía
- 1 msk. hakkað ferskt basil
- ögn af salti
- nýmalaður svartur pipar, eftir smekk
- smá af muldum rauðum chilipipar flögum (valfrjálst)
- 1 stk. baguette brauð, skorið í 1 cm sneiðar
- auka basil fyrir skraut
Raðið á ristaðar brauðsneiðar. Jarðarber með smá balsamic-ediki, olíu, basil, salti, pipar og ögn af muldum rauðum chili-pipar. Skreytið bruschettuna með basillaufi. Berið fram strax.
Jarðarberjakaka í bolla
- 1 bolli (180 g) grófsöxuð jarðarber
- 1 tsk. sykur eða annað sætuefni eins og maple síróp
- ¼ tsk. vanilludropar
- 1 msk. smjör, brætt
- 3 msk. hveiti
- ½ msk. sykur
- ¹⁄₈ tsk. af lyftiduft
- 1 msk. valsaðir hafrar (eða annað gott korn, til dæmis chiafræ, sesam eða musli-mix)
- klípa af muldum kanil
Blandið saman jarðarberjum, sykur og vanillu í leir- eða glerskál. Setjið restina af þurrefnunum í skálina og blandið í bræddu smjöri. Blandað saman með gaffli til að koma því saman, svolítið eins og kökumulningur. Setjið yfir jarðarberin.
Setjið í örbylgjuofn í lágmark 1 mínútu plús 10–20 sekúndur. Tímasetning gæti verið mismunandi eftir krafti örbylgjuofnsins. Borðið strax með rjóma og ferskum berjum!