Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hópur safnafólks á Farskólanum í Hallormsstað 2022.
Hópur safnafólks á Farskólanum í Hallormsstað 2022.
Mynd / Hörður Geirsson
Menning 16. október 2023

Safnafólk á ferð og flugi

Höfundur: Dagrún Ósk Jónsdóttir, verkefnisstjóri FÍSOS

Á Íslandi má finna fjölbreytt, ólík og áhugaverð söfn um allt land. Í safnaflórunni má finna náttúruminja-, lista- og minjasöfn.

Hlutverk þessara safna eru margvísleg, en þó sýnilegasta hlutverk safna sé að taka á móti gestum, fer heilmikill hluti safnastarfs fram á bak við tjöldin. Söfn safna munum, myndum og minningum, svo þarf líka að skrá og varðveita menningararfinn fyrir framtíðina og komandi kynslóðir. Á söfnum eru líka unnar fjölbreyttar rannsóknir á safngripum og í tengslum við sýningar og niðurstöðum þeirra er svo miðlað til gesta.

Á hverju ári heldur safnafólk fagráðstefnu sem ber yfirskriftina Farskóli safnmanna. Ráðstefnan er skipulögð af Félagi íslenskra safna og safnafólks. Í farskólanum gefst safnafólki tækifæri til að hlýða á fyrirlestra, fjölbreytt erindi og taka þátt í vinnustofum sem nýtast í faglegu safnastarfi. Ráðstefnan er sérlega mikilvæg og skipulögð með það að markmiði að vera dýrmætur vettvangur fræðslu, miðlunar þekkingar og tengslamyndunar. Á farskólanum ber safnafólk saman bækur sínar og á þeim grunni hafa sprottið upp ótal spennandi samvinnuverkefni safna um allt land.

Á síðasta ári hittist hópurinn í frábæru veðri á Hallormsstað og átti saman skemmtilega og fróðlega daga þar sem fjallað var um söfn út frá öllum mögulegum hliðum. 

Þá var þema ráðstefnunnar Söfn á tímamótum.

Á nokkurra ára fresti er ráðstefnan haldin erlendis, og núna um miðjan október leggur hópurinn leið sína til Hollands. Þar verður Amsterdam heimsótt en borgin er víðfræg fyrir fjölbreytta og öfluga safnamenningu.

Þá verða þarlend söfn heimsótt, ráðstefnugestir hlýða á fjölbreytt erindi og fá einstakt tækifæri til að læra af erlendum kollegum og kynna sér starfsaðstæður þeirra. Það má reikna með því að ferðin veiti mörgum innblástur og verður spennandi að sjá hvaða verkefni spretta upp í kjölfarið.

Skylt efni: söfnin í landinu

Nýir Íslandsmeistarar
Líf og starf 14. mars 2025

Nýir Íslandsmeistarar

Landsliðsmennirnir Sigurbjörn Haraldsson og Magnús Magnússon urðu Íslandsmeistar...

Góður í dreifbýli og borg
Líf og starf 13. mars 2025

Góður í dreifbýli og borg

Bændablaðið fékk til prufu nýjan rafmagnsbíl af gerðinni Polestar 3. Þessi bílat...

Ljóðskáld á tíræðisaldri
Líf og starf 12. mars 2025

Ljóðskáld á tíræðisaldri

Ásmundur Magnús Hagalínsson hefur gefið út sína fyrstu ljóðabók, en hann er nýor...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 10. mars 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn kemur sterkur inn í næstu vikur. Hann þarf að nýta krafta sína vel o...

Nýburagjafir vekja lukku
Líf og starf 5. mars 2025

Nýburagjafir vekja lukku

Nokkur sveitarfélög halda uppi þeirri skemmtilegu hefð að gefa nýburum ársins í ...

Litrík snjókorn
Líf og starf 5. mars 2025

Litrík snjókorn

Prjónuð peysa úr 1 þræði DROPS Fabel og 1 þræði DROPS Brushed Alpaca Silk. Stykk...

Galdrarnir gerast á hverri æfingu
Líf og starf 4. mars 2025

Galdrarnir gerast á hverri æfingu

Sextíu manns koma að uppsetningu söngleiksins vinsæla Lands míns föður sem sýndu...

Norðurlandamót ungmenna í skák
Líf og starf 4. mars 2025

Norðurlandamót ungmenna í skák

Norðurlandamót ungmenna í skák fór fram í Borgarnesi 14. - 16. febrúar. Mótið á ...