Stelpuhelgi
Hörgdælir: Leikfélag Hörgdælinga frumsýnir nú 2. mars verkið Stelpuhelgi eftir Karen Schaeffer – í höndum leikstjórans Gunnars Björns Guðmundssonar.
Um er að ræða stórskemmtilegan farsa í þýðingu Harðar Sigurðar sonar, framkvæmdastjóra Bandalags íslenskra leikfélaga – og í fyrsta skipti sem verkið er sett upp hérlendis
Áhorfendur kynnast vinkonunum Meg, Carol, Dot ásamt Ellie, dóttur Megs, sem hittast í bústaðnum hjá Dot yfir helgi (stelpuhelgi semsé) með það fyrir augum að skemmta sér til hins ýtrasta lausar við alla karlmenn. Þær vinkonur áætla að fá sér í tána, skiptast á sögum, drekka áfengi auk þess að fara mögulega yfir næstu bók í bókaklúbbnum. Vel gengur með áfengisneysluna – svo vel að þegar lækka fer í flöskunum hafa þær stöllur allar boðið til sín karlmanni, hver fyrir sig, þvert á hugmyndir gestgjafans.
Sýnt verður í félagsheimilinu Melum í Hörgárdal, frumsýningin 2. mars nk. og næstu sýningar eftir það verða föstu og laugardagana 3.4. mars og svo 10.11. mars. Vegna vinsælda var nýverið bætt við sýningum dagana 17.18. mars. Miða er hægt að nálgast hjá miðasölu tix.is. og eru allar sýningar kl. 20.00.