Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Stiklað á stóru
Menning 3. ágúst 2023

Stiklað á stóru

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Í ár eru alls 149 ár frá því að fyrsta þjóðhátíðin var haldin á Íslandi.

Var það í tilefni þúsund ára afmælis Íslandsbyggðar og heimsóknar Kristjáns konungs níunda sem þá færði Íslendingum „stjórnarskrá um hin sérstaklegu málefni Íslands“ eins og kemur fram í þriðja bindi „Tíðinda um stjórnarmálefni Íslands, gefnu út af hinu Íslenzka Bókmentafélagi“ árið1875.

Rúnar Júlíusson heitinn, söngvari Trúbrots, forðar sér hér upp á þak vegna ágangs aðdáenda. Mynd/tímarit.is

Eru þjóðhátíðir jafnan þekktar sem hátíðir mikils gleðskapar, og þykir við hæfi að væta aðeins kverkarnar. Voru því höfuðborgarbúar ekki allir jafnhamingjusamir árið 1902, er þjóðhátíð var haldin undir merkjum Góðtemplaranna sem sáu um hátíðarhöldin það árið. Kemur fram í seyðfirska ritinu Frækorn „(Heimilisblað með myndum)“ að þar hefði verið „allt drykkjuslark bannlýst“.

Tappinn í flöskuna og öryggið á oddinn?

Eitthvað hefur þetta verið misjafnt með árunum. Bindindismót Galtalækjar var haldið a.m.k. árlega í 30 ár, frá árinu 1960, og þá ætlað sem mótvægi við þá sukksömu útivistarmenningu sem hafði þegar skapast um verslunarmannahelgi Íslendinga. Lýsir þó ónefndur blaðamaður upplifun sinni af hátíðinni: „Mín eftirminnilegasta útihátíð var „bindindismótið“ í Galtalæk. Sú hátíð var algjörlega einstök, fólk beitti öllum brögðum til þess að smygla áfengi inn á þessa „bindindishátíð“ og mikið fjör í kringum smyglið. Hvergi var meira fyllerí en í Galtalæk.“

Húnaver þótti einnig nokkuð eftirminnilegt, þá sérstaklega fimm þúsund smokka hátíðin í Húnaveri árið 1989 sem Jakob Magnússon Stuðmaður og félagar stóðu fyrir. Varð hátíðin þekkt undir þessu nafni vegna smokkaþurrðar – en þeir bæði seldust upp á svæðinu auk þess sem apótek nærliggjandi bæja voru þurrausin. Haft var eftir Jakobi Magnússyni að þegar hefðu farið í sölu fimm þúsund smokkar og væru frekari birgðir á leiðinni.

Þjóðhátíðarfréttir frá árinu 1902 er Góðtemplarar héldu um taumana. Mynd / timarit.is

Með friði og spekt

Kemur fram í dagblaðinu Vísi, þriðjudaginn 5. ágúst, að gífurlegur fjöldi hefði sótt útihátíðir, en samkomuhald allt farið með afbrigðum vel fram. Til að mynda kom fram í fréttinni að einungis eitt og hálft prósent gesta í Húsafelli hefði verið tekið fyrir ölvun enda að sögn Kristleifs Þorsteinssonar, bónda á Húsafelli, hefði lögreglan innt gott starf af hendi og „sýnt fádæma dugnað og lipurð og rekið af sér allt slyðruorð“. Þótti útihátíðin einna ógleymanlegust þar sem vinsælasta unglingahljómsveit þess tíma, Trúbrot, heillaði áhorfendur upp úr skónum. Raunar fór það svo að áhorfendur urðu heldur aðgangsharðir og á einhverjum tímapunkti forðaði söngvari hljómsveitarinnar, Rúnar Júlíusson, sér upp á þak skýlisins og hélt þar áfram söng sínum.

Sammæltust forsvarsmennútihátíða yfir landið þó um að þetta væri besta verslunarmannahelgin í langan tíma þar sem tónlist og innri ró héldust í hendur – og var henni líkt við Woodstock, tónlistar- og friðarhátíðina víðfrægu, sem haldin var í New York sama ár, þó reyndar um tveimur vikum seinna.

Í ár verður að venju mikið um að vera á landsvísu og allar líkur á góðu veðri hvar sem fólk kýs að halda verslunar- mannahelgina hátíðlega, með góðri tónlist og gleði í hjarta.

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...