Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Frá sýningunni Búðareyri – Saga umbreytinga í Vélsmiðjunni á Seyðisfirði.
Frá sýningunni Búðareyri – Saga umbreytinga í Vélsmiðjunni á Seyðisfirði.
Mynd / Jessica Auer
Menning 14. ágúst 2023

Tækniminjasafnið opnað aftur

Höfundur: Elfa Hlín Sigrúnar Pétursdóttir.

Tveimur og hálfu ári síðan stóra skriðan á Seyðisfirði olli gríðarlegum skemmdum á húsum og safnkosti Tækniminjasafns Austurlands á Seyðisfirði, hefur það nú opnað nýja sýningu; Búðareyri – Saga umbreytinga.

Er sýningin haldin í Vélsmiðjunni sem hefur gengið í gegnum miklar umbætur. Þessi sýningaropnun markar mikil tímamót í starfi safnsins, aftur er tekur á móti gestum. Sýningin fjallar um hina fjölbreyttu og margbreytilegu sögu mannlífs og atvinnustarfsemi á lítilli landræmu; Búðareyrinni á Seyðisfirði, þar sem hafa skipst á miklir framfaratímar og atvinnuuppbygging og erfiðari tímabil auk tíðra skriðufalla. Búðareyrin er það svæði sem varð verst úti í skriðuföllunum á Seyðisfirði í desember 2020. Í dag er búseta ekki leyfð nema á innsta hluta hennar og blikur á lofti varðandi áframhaldandi atvinnustarfsemi. Umbreytingar einkenna sögu Búðareyrarinnar sem er miðlað út frá nokkrum mismunandi þemum; höfninni, upphafi byggðarinnar, verslun og viðskiptum, Vélsmiðjunni, samskiptum og ritsímanum, hernámsárunum og að lokum náttúrufari og skriðuföllum.

Á sýningunni eru engir eiginlegir safngripir til sýnis þar sem Vélsmiðjan stendur á óverjandi hættusvæði. Í stað þess er notast við nýstárlegar miðlunarleiðir og leikmuni. Starfsfólk safnsins, í góðu samstarfi við hönnuðina og myndlistarmennina Litten Nystrøm og Harald Karsson, unnu sýninguna sem var opnuð þann 17. júní sl. Ætlunin er að sýningin standi þar til nýtt safnahúsnæði verður tekið í notkun á úthlutaðri lóð safnsins á Lónsleirunni, vonandi innan fárra ára.

Það er vissulega ekki svo að starfsfólk safnsins hafi verið iðjulaust frá því að skriðan féll. Lyft hefur verið grettistaki við björgunar- og hreinsunarstörf, ný safnastefna hefur litið dagsins ljós, hönnun á nýju safnasvæði og byggingum er hafin auk þess sem mikil vinna hefur farið í endurbætur á þeim hluta Vélsmiðjunnar sem eftir stendur. Elsti hluti hennar hvarf hins vegar því miður undir skriðuna. Þessi vinna hefði ekki verið möguleg nema með miklum stuðningi og hjálp frá fjölmörgum aðilum, innan fjarðar og utan. Þessi mikla aðstoð verður seint fullþökkuð.

Vélsmiðjan er opin mánudaga til laugardaga kl. 10–17 og frá október samkvæmt samkomulagi. Nánari upplýsingar má finna á www.tekmus.is og á samfélagsmiðlum safnsins.

Skylt efni: söfnin í landinu

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...