Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Frá sýningunni Búðareyri – Saga umbreytinga í Vélsmiðjunni á Seyðisfirði.
Frá sýningunni Búðareyri – Saga umbreytinga í Vélsmiðjunni á Seyðisfirði.
Mynd / Jessica Auer
Menning 14. ágúst 2023

Tækniminjasafnið opnað aftur

Höfundur: Elfa Hlín Sigrúnar Pétursdóttir.

Tveimur og hálfu ári síðan stóra skriðan á Seyðisfirði olli gríðarlegum skemmdum á húsum og safnkosti Tækniminjasafns Austurlands á Seyðisfirði, hefur það nú opnað nýja sýningu; Búðareyri – Saga umbreytinga.

Er sýningin haldin í Vélsmiðjunni sem hefur gengið í gegnum miklar umbætur. Þessi sýningaropnun markar mikil tímamót í starfi safnsins, aftur er tekur á móti gestum. Sýningin fjallar um hina fjölbreyttu og margbreytilegu sögu mannlífs og atvinnustarfsemi á lítilli landræmu; Búðareyrinni á Seyðisfirði, þar sem hafa skipst á miklir framfaratímar og atvinnuuppbygging og erfiðari tímabil auk tíðra skriðufalla. Búðareyrin er það svæði sem varð verst úti í skriðuföllunum á Seyðisfirði í desember 2020. Í dag er búseta ekki leyfð nema á innsta hluta hennar og blikur á lofti varðandi áframhaldandi atvinnustarfsemi. Umbreytingar einkenna sögu Búðareyrarinnar sem er miðlað út frá nokkrum mismunandi þemum; höfninni, upphafi byggðarinnar, verslun og viðskiptum, Vélsmiðjunni, samskiptum og ritsímanum, hernámsárunum og að lokum náttúrufari og skriðuföllum.

Á sýningunni eru engir eiginlegir safngripir til sýnis þar sem Vélsmiðjan stendur á óverjandi hættusvæði. Í stað þess er notast við nýstárlegar miðlunarleiðir og leikmuni. Starfsfólk safnsins, í góðu samstarfi við hönnuðina og myndlistarmennina Litten Nystrøm og Harald Karsson, unnu sýninguna sem var opnuð þann 17. júní sl. Ætlunin er að sýningin standi þar til nýtt safnahúsnæði verður tekið í notkun á úthlutaðri lóð safnsins á Lónsleirunni, vonandi innan fárra ára.

Það er vissulega ekki svo að starfsfólk safnsins hafi verið iðjulaust frá því að skriðan féll. Lyft hefur verið grettistaki við björgunar- og hreinsunarstörf, ný safnastefna hefur litið dagsins ljós, hönnun á nýju safnasvæði og byggingum er hafin auk þess sem mikil vinna hefur farið í endurbætur á þeim hluta Vélsmiðjunnar sem eftir stendur. Elsti hluti hennar hvarf hins vegar því miður undir skriðuna. Þessi vinna hefði ekki verið möguleg nema með miklum stuðningi og hjálp frá fjölmörgum aðilum, innan fjarðar og utan. Þessi mikla aðstoð verður seint fullþökkuð.

Vélsmiðjan er opin mánudaga til laugardaga kl. 10–17 og frá október samkvæmt samkomulagi. Nánari upplýsingar má finna á www.tekmus.is og á samfélagsmiðlum safnsins.

Skylt efni: söfnin í landinu

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...