18. nóvember helgaður fræðslu um sýklalyfjaónæmi
Alþjóðaheilbrigðismálastofnun, WHO, helgar dagana frá 14. til 20. nóvember aukinni vitund heilbrigðisstarfsmanna um sýklalyfjaónæmi. 18. nóvember er helgaður fræðslu um sýklalyfjaónæmi.
Stofnunin vill með átakinu efla vitund fólks sem starfa við heilbrigðismál og annarra á þeim hættum sem stafa af rangri notkun á sýklalyfjum. Í yfirlýsingu frá stofnuninni segir að heilbrigðisstarfsmenn gegni lykilhlutverki í að uppfræða fólk um hættuna sem af lyfjunum getur stafað.
Föstudaginn 18. nóvember mun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og Evrópunefnd um dag vitundar um sýklalyfjaónæmi standa fyrir ýmsum uppákomum víða um heim til að vekja athygli á þeirri hættu sem getur stafað af ofnotkun á sýklalyfjum og útbreiðslu á sýklalyfjaónæmum bakteríum.