Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hér sjást forsvarsmenn danska fyrirtækisins Agro Intelligence með þjarkann Robotti í bakgrunni. Þessi þjarkur er sérstaklega hannaður fyrir garðyrkjubændur og er honum ætlað m.a. að sjá um að halda illgresi niðri þar sem sáð eða plantað er í röðum.
Hér sjást forsvarsmenn danska fyrirtækisins Agro Intelligence með þjarkann Robotti í bakgrunni. Þessi þjarkur er sérstaklega hannaður fyrir garðyrkjubændur og er honum ætlað m.a. að sjá um að halda illgresi niðri þar sem sáð eða plantað er í röðum.
Mynd / Agromek.dk
Fréttir 21. desember 2016

Agromek í 40. sinn

Höfundur: Snorri Sigurðsson sns@seges.dk Sviðsstjóri hjá SEGES P/S Danmörku
Hin þekkta danska landbúnaðarsýning, Agromek, var haldin um mánaðamótin en sýningin var nú haldin í fertugasta sinn.
 
Sýningin er afar vel þekkt hér á landi, enda hafa verið farnar ótal hópferðir á sýninguna undanfarna áratugi, m.a. í ár. Auk þess fara nú orðið fleiri og fleiri íslenskir bændur á sýninguna á eigin vegum. Í ár komu tæplega 42 þúsund gestir á sýninguna, þá fjóra daga sem hún stóð.
 
Á sýningunni í ár voru 530 sýnendur með kynningarbása, sem er áþekkur fjöldi og verið hefur undanfarin ár. Þessir sýnendur kynntu 247 samþykktar nýjungar en af þeim fengu 22 nýjungar svokallað þriggja stjörnu viðurkenningu, þ.e. nýjung sem ekki hefur sést áður.
 
Fagfundir og ráðstefnur samhliða sýningunni
 
Undanfarin ár hefur það færst í vöxt að samhliða sýningarhaldinu á Agromek hafa verið haldnir fagfundir eða ráðstefnur samhliða sýningarhaldinu. Þetta hefur verið gert til þess að nýta möguleikann sem felst í því að fagfólk er hvort sem er að koma á staðinn til þess að skoða sýninguna.
 
Í ár var m.a. haldin sameiginleg ráðstefna NJF, sem eru samtök búvísindafólks á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndunum og Agromek en þessi ráðstefna var nú haldin öðru sinni, en fyrsta skiptið var árið 2014 þ.e. síðast þegar Agromek var haldin. Þema þessarar ráðstefnu var að horfa til framtíðar og tæknivæðingar við akuryrkju.
 
Það kann að koma mörgum á óvart hve tæknin er í raun komin langt á þessu sviði en á ráðstefnunni kom m.a. fram að þegar eru komnir á markað litlir róbótar sem geta ekið um tún og fjarlægt illgresi án þess að nota eiturefni. Þetta er afar mikilvægt í lífrænni ræktun en róbótar þessir þekkja illgresið frá ræktunarplöntunum með tölvumyndavél og svo drepa þeir viðkomandi plöntu með því að sprauta gufu að rótarkerfi plöntunnar með þar til gerðu spjóti. Þegar þessu verki er lokið, ekur róbótinn af stað á ný og leitar að næstu plöntu! Einnig mátti sjá lýsingaróbóta fyrir gróðurhús, en slíkir róbótar aka um með ljós að næturlagi og lýsa á plönturnar frá hlið. Þá geta áburðardreifarar nú orðið stjórnað áburðargjöfinni algjörlega sjálfvirkt og skiptir eiginlega ekki máli lengur hvort ekið sé jafnt og þétt eftir túninu eða nánast af handahófi. Tölvukerfi dreifarans sér einfaldlega um að skammta út á þá bletti sem þurfa áburð og sé farið yfir sama svæðið tvisvar lokast á dreifinguna.
 
Danskur róbóti fékk Agromek-verðlaun
 
Á einungis tveimur árum hefur orðið að kalla mætti stökkbreyting á sviði sjálfvirknivæðingar í landbúnaði og er sérstaklega eftirtektarvert að stórfyrirtæki eins og John Deere og Bosch virðast nú leggja mikla áherslu á róbótavæðingu. En það eru einnig ótal önnur fyrirtæki á þessum markaði og reyna að hasla sér þar völl. Eitt þeirra er danskt og heitir AgroIntelligence og það vann einmitt Agromekverðlaun í ár fyrir uppfinningu sína sem kallast einfaldlega Robotti. 
 
Það er sjálfkeyrandi vél fyrir akuryrkju en vél þessi ekur sjálfkrafa eftir röðum, t.d. þar sem eru kartöflur, kál eða rófur, og getur vélin m.a. verið útbúin herfi eða tindum og getur því tekist á við illgresi með þeim hætti.
 
Á sýningunni mátti að vanda sjá ótal áhugaverð tæki og tól og má hér sjá örlítið brot þeirra af meðfylgjandi myndum. Næsta Agromek sýning verður haldin í Herning frá 27. til 30. nóvember 2018.
 
Snorri Sigurðsson
sns@seges.dk
Sviðsstjóri hjá SEGES P/S
Danmörku
 

6 myndir:

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...