Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ákvæði um aukinn stuðning við sauðfjárbændur
Mynd / smh
Fréttir 16. janúar 2018

Ákvæði um aukinn stuðning við sauðfjárbændur

Höfundur: smh

Tvö ákvæði til bráðabirgða, sem ætlað er að styðja við sauðfjárbændur, bættust við reglugerð 1183/2017 um stuðning við sauðfjárrækt með útgáfu reglugerðar í atvinnu- og nýsköpunarráðuneytingu í dag.

Er þeim ætlað annars vegar að draga úr kjaraskerðingu sauðfjárbænda á árinu 2018 fyrir dilkakjötsframleiðslu ársins 2017 og hins vegar er um að ræða viðbótargreiðslu vegna svæðisbundins stuðnings árið 2018.

Til fyrra verkefnisins verður varið 400 milljónum króna samkvæmt fjáraukalögum 2017 og er um einskiptisaðgerð að ræða. Í reglugerðinni segir: „Rétthafar greiðslu eru þeir framleiðendur sem uppfylla ákvæði 3. gr. reglugerðar um stuðning við sauðfjárrækt, hafa átt 151 vetrarfóðraðar kindur eða fleiri á haustskýrslu 2016 í Bústofni og eru innleggjendur dilkakjöts í afurðastöð á framleiðsluárinu 2017. Greiðslur miðast við innlagt dilkakjöt á framleiðsluárinu 2017 og deilist heildarstyrkupphæð á allt innlagt dilkakjöt þeirra innleggjanda sem eiga rétt á greiðslum samkvæmt ofangreindum skilyrðum. Matvælastofnun annast umsýslu greiðslunnar.“

Viðbótargreiðslur vegna svæðisbundins stuðnings nema 150 milljónum króna og skiptast á milli bænda sem voru rétthafar svæðisbundins stuðnings á síðasta ári samkvæmt ákvæðum þágildandi reglugerðar um stuðning við sauðfjárrækt. Matvælastofnun annast umsýslu með greiðslum.

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...