Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ákvæði um aukinn stuðning við sauðfjárbændur
Mynd / smh
Fréttir 16. janúar 2018

Ákvæði um aukinn stuðning við sauðfjárbændur

Höfundur: smh

Tvö ákvæði til bráðabirgða, sem ætlað er að styðja við sauðfjárbændur, bættust við reglugerð 1183/2017 um stuðning við sauðfjárrækt með útgáfu reglugerðar í atvinnu- og nýsköpunarráðuneytingu í dag.

Er þeim ætlað annars vegar að draga úr kjaraskerðingu sauðfjárbænda á árinu 2018 fyrir dilkakjötsframleiðslu ársins 2017 og hins vegar er um að ræða viðbótargreiðslu vegna svæðisbundins stuðnings árið 2018.

Til fyrra verkefnisins verður varið 400 milljónum króna samkvæmt fjáraukalögum 2017 og er um einskiptisaðgerð að ræða. Í reglugerðinni segir: „Rétthafar greiðslu eru þeir framleiðendur sem uppfylla ákvæði 3. gr. reglugerðar um stuðning við sauðfjárrækt, hafa átt 151 vetrarfóðraðar kindur eða fleiri á haustskýrslu 2016 í Bústofni og eru innleggjendur dilkakjöts í afurðastöð á framleiðsluárinu 2017. Greiðslur miðast við innlagt dilkakjöt á framleiðsluárinu 2017 og deilist heildarstyrkupphæð á allt innlagt dilkakjöt þeirra innleggjanda sem eiga rétt á greiðslum samkvæmt ofangreindum skilyrðum. Matvælastofnun annast umsýslu greiðslunnar.“

Viðbótargreiðslur vegna svæðisbundins stuðnings nema 150 milljónum króna og skiptast á milli bænda sem voru rétthafar svæðisbundins stuðnings á síðasta ári samkvæmt ákvæðum þágildandi reglugerðar um stuðning við sauðfjárrækt. Matvælastofnun annast umsýslu með greiðslum.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...