Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Alinn í Bandaríkjunum, unninn í  Kína og seldur í Bandaríkjunum
Fréttir 7. desember 2017

Alinn í Bandaríkjunum, unninn í Kína og seldur í Bandaríkjunum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Landbúnaðarráðuneyti Banda­­­ríkja Norður-Ameríku hefur gefið grænt ljós á og veitt fjórum afurðastöðvum í Kína leyfi til að vinna og selja á markaði í Bandaríkjunum kjúklinga sem aldir eru í Bandaríkjunum.

Kjúklingunum, sem aldir verða á kjúklingabúum í Bandaríkjunum, verður einnig slátrað þar og síðan frystir. Eftir frystingu verða þeir fluttir sjóleiðina í frystigámum rúma 11.000 kílómetra til Kína þar sem þeir verða þíddir, unnir, matreiddir og pakkað í neytendaumbúðir fyrir Bandaríkjamarkað. Að því loknu verður kjötið endurfryst og sent aftur rúma 11.000 kílómetra til Bandaríkjanna og selt þar.

Engar upprunamerkingar né eftirlit

Samkvæmt leyfinu er ekki krafist upplýsinga um upprunaland eldisins né landið þar sem kjúklingurinn er unninn á umbúðunum sem hann er seldur í. Ekkert eftirlit verður heldur á vegum bandarískra heilbrigðisstofnana á vinnslunni í Kína.


Áhyggjur af matvælaöryggi

Fagaðilar í matvælaöryggi innan Bandaríkjanna hafa lýst áhyggjum vegna leyfisins og því að vinna eigi kjúklinginn í Kína þar sem fuglaflensa er landlæg og í landi sem er þekkt fyrir margs konar smit sem veldur matareitrun.

Aðrir segja merkilegt að ferlið skuli ganga upp fjárhagslega en þar á móti hefur verið bent á að starfsmaður við kjúklingavinnslu í Bandaríkjunum fái rúmar 1.100 krónur á tímann en að í Kína séu laun fyrir sömu vinnu 100 til 200 krónur á tímann.

Þekkt í fiskvinnslu

Í dag er sams konar fyrirkomulag framkvæmt í fiskvinnslu þar sem fiski er landað í Bandaríkjunum, er frystur þar og fluttur sjóleiðina til Kína þar sem hann er unninn í neytendaumbúðir og sendur aftur á markað í Bandaríkjunum.

Reyndar var svipað uppi á teningnum hér þegar íslenskur fiskur var sendur frosinn til vinnslu og pökkunar í Kína og seldur í Evrópu sem íslensk framleiðsla.

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...