Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Alls engar illdeilur milli stofnananna
Fréttir 11. nóvember 2022

Alls engar illdeilur milli stofnananna

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Fyrir skemmstu tilkynnti Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra um ákvörðun sína að leggja til sameiningu Skógræktarinnar og Landgræðslunnar í nýrri stofnun. Landgræðslustjóri telur ákvörðunina skynsamlega og segir myndina ekki rétta sem gefin hafi verið, að allt logi í deilum á milli starfsmanna stofnananna.

Árni Bragason, landgræðslustjóri.

Árni Bragason tók við starfi landgræðslustjóra árið 2016. Hann telur mjög skynsamlegt að sameina þessar stofnanir því samstarf sé mjög mikið og samlegð á fjölmörgum sviðum, svo sem ráðgjöf varðandi landnýtingu og endurheimt náttúruskóga. „Starfsfólk sem vinnur að rannsóknum og landupplýsingum er í miklu samstarfi nú þegar og fjölmörg tækifæri eru til samstarfs varðandi fræðslu og verklegar framkvæmdir. Faglegur ágreiningur er vissulega fyrir hendi á ákveðnum sviðum en ekkert sem á að þurfa að koma í veg fyrir sameiningu,“ segir hann.

Það logar ekki allt í deilum

„Skrif einstaklinga á samfélags­miðlum, þar sem ofbeldi hefur verið hótað og lítið gert úr starfi annarra, hafa gefið þá mynd að allt logi í deilum á milli stofnananna en svo er alls ekki,“ segir Árni.

„Með útgáfu sameinaðrar stefnu fyrir landgræðslu og skógrækt, er komin framtíðarsýn fyrir málaflokkinn og fyrir vinnuna fram undan, hvort sem verður að sameiningu eða ekki,“ bætir hann við.

Þröstur Eysteinsson tók við starfi skógræktarstjóra árið 2015. Í viðtali Þrastar við vefmiðilinn Vísi, eftir að tilkynnt hafði verið um áformin um sameininguna, kom fram að hann teldi að ekki yrði auðvelt að sameinast, fjölmargar tilraunir hefðu verið gerðar en ýmislegt hefði komið í veg fyrir það, eins og skoðanir fólks, persónulegar erjur og mismunandi áherslur.

Saga beggja stofnana er löng. Landgræðslan hét áður Landgræðsla ríkisins, en var stofnuð sem Sandgræðsla Íslands árið 1907 og var undir Skógrækt ríkisins til 1914. Skógrækt ríkisins var stofnuð 1908, en varð að Skógræktinni árið 2016 með sameiningu Skógræktar ríkisins og sex stofnana sem þjónuðu skógrækt á lögbýlum.

Sameinaða stefnan Líf og land

Sameiningin hefur haft markvissan aðdraganda á þessu ári, til að mynda með útgáfu á Líf og land í ágúst, fyrstu sameinuðu stefnunni í landgræðslu og skógrækt.

Í rökstuðningi Svandísar fyrir sameiningunni hefur komið fram að hún telji að mikill samhljómur sé með hlutverkum stofnananna eins og þau eru skilgreind í nýlegum lögum – og mikil samlegð sé, meðal annars í ýmsum loftslagsverkefnum.

Skógræktin og Landgræðslan eru með sextán starfsstöðvar víðs vegar um landið. Ekki er gert ráð fyrir að hreyfa við þeim eða staðsetningum starfsmanna. Virðist stefna ráðherra vera að efla þær og auka áherslur í verkefnum sem tengjast landnýtingu.

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...