Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Alþjóðleg ráðstefna um búfjárbeit
Fréttir 16. ágúst 2016

Alþjóðleg ráðstefna um búfjárbeit

Beitarmál hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu. Það er því mikill fengur í alþjóðlegri ráðstefnu um búfjárbeit sem verður haldin á Hótel Natura í Reykjavík dagana 12.-15. september. Ráðstefnan er styrkt af áætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um sjálfbæra þróun. Norræni genabankinn – NordGen – stendur fyrir ráðstefnunni ásamt Landgræðslu ríkisins.

Búfjárhald og beit hefur umtalsverð áhrif á vistkerfi heimsins. Búfjárbeit á úthaga er einkum stunduð á jaðarsvæðum sem henta ekki til annars búskapar. Þar hefur hún mjög víða leitt til alvarlegrar landeyðingar. Annarsstaðar hefur beit mótað menningarlandslag sem nú er metið til verðmæta sem beri að varðveita. En nú eru breytingatímar. Æ meiri kröfur eru gerðar um sjálfbærni, þar með um sjálfbæra nýtingu beitilands. Þess vegna dugir ekki lengur að hugsa eingöngu um afköst og hversu mikið sé hægt að framleiða hér og nú. Stjórn og stefnumótun í landbúnaðarmálum þarf að mótast af fleiru en því hversu mikið hægt er að framleiða. Þar er nefnd aðlögun og aðgerðir gegn loftslagsbreytingum, beit og landeyðingu, verndun beitarlandslags, beit og fæðuöryggi auk lagaumhverfis og stuðningskerfa beitarbúskapar.

Allt þetta verður til umræðu á ráðstefnunni á Hótel Natura dagana 12.-15. september. Þar koma til leiks sérfræðingar með fjölbreyttan bakgrunn til að ræða beitarmál á Norðurlöndunum og víðar. Dagskrá ráðstefnunnar og nánari upplýsingar er að finna á www.nordicgrazing2016.org .

Skylt efni: búfjárbeit

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...