Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Húsið er raðhús á tveimur hæðum, smíðað í Eistlandi. Í því eru átta litlar íbúðir.
Húsið er raðhús á tveimur hæðum, smíðað í Eistlandi. Í því eru átta litlar íbúðir.
Fréttir 19. september 2018

Átta íbúða hús tilbúið á einu ári

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Rúmlega eitt ár leið frá því Íslenska kalkþörungafélagið fékk út­hlutað lóð við Tjarnarbraut á Bíldu­dal til að byggja þar hús þar til það var tekið í notkun fullbúið. Húsið er raðhús á tveimur hæðum, alls 435 fermetrar að stærð og í því eru átta litlar íbúðir. 
 
„Það hefur verið viðvarandi skortur á húsnæði í öllu héraðinu, ekki bara á Bíldudal heldur líka í nágrannabyggðum, Patreksfirði og Tálknafirði,“ segir Einar Sveinn Ólafsson, nýfjárfestingastjóri hjá Marigot hér á landi, en félagið er eigandi Ískalks á Bíldudal. Íbúðirnar eru ætlaðar fyrir starfsfólk félagsins. Ekki hefur verið byggt nýtt hús á Bíldudal í tæplega þrjá áratugi, eða frá árinu 1989.
 
Smíðað í Eistlandi og allt fylgir með
 
Bæjarstjórn Vesturbyggðar úthlutaði félaginu lóðinni í fyrrasumar. Húsið er smíðað í Eistlandi og flutt hingað til lands. Húsið var tekið í notkun með opnu húsi fyrir íbúa Bíldudals og nærsveita, sveitarstjórnarfólk og alþingismenn voru á meðal gesta og eins kom Ásmundur Einar Daðason, ráðherra húsnæðimála. Um eitt hundrað manns litu inn og skoðuðu húsið og íbúðirnar.
 
Húsið er smíðað frá grunni í Eistlandi, hjá byggingafyrirtækinu Akso-Haus, sem einnig annaðist uppsetningu þess í Bíldudal og sá um allan frágang en íbúðirnar eru afhentar fullbúnar til innflutnings, búið að mála, leggja gólfefni, setja upp eldhúsinnréttingu og raftæki, húsgögn sömuleiðis og á baðherbergi sem er dúkalagt eru öll tilheyrandi tæki.  Gólfhiti er í gólfum baðherbergja en sérstök varmadæla í hverri íbúð hitar önnur rými.
 
Gekk hratt fyrir sig
 
Einar Sveinn segir að verkið hafi gengið hratt fyrir sig. Skipafélagið Atlantic Shipping ehf., umboðsaðili Akso-Haus, sá um flutning húseininganna til landsins ásamt steyptri botnplötu sem framleidd var í Eistlandi og eins flutti það öll húsgögn í íbúðirnar átta en þau fylgdu með í kaupunum. 
 
„Frá því flutningaskipið með farminn lagðist að bryggju við Bíldudal tók aðeins um hálfan mánuð að reisa húsið, tengja lagnir og leggja lokahönd á verkið til að unnt yrði að flytja inn,“ segir hann.
 
Eina færa leiðin
 
Ástæðu þess að Íslenska kalkþör­unga­félagið fer þessa leið, aflar sér byggingaleyfis og reisir hús á Bíldudal, segir Einar Sveinn vera þá að mikill og viðvarandi skortur hafi verið á húsnæði í Bíldudal og hefði það hamlað nýráðningum til að uppfylla mannaflaþörf fyrirtækisins. Forsendur hafi ekki verið til staðar fyrir einstaklinga, einkum ungt fólk, til að ráðast í húsbyggingar á staðnum né heldur hafi verið kostur á kaupum á eldra húsnæði, auk þess sem lánastofnanir láni einungis að hámarki fyrir 70% af fasteignamati. 
 
„Við töldum að þetta væri eina færa leiðin, að ráðast á eigin kostnað í byggingu íbúðarhúsnæðis á Bíldudal sem við síðar getum selt á almennum markaði ef og þegar aðstæður skapast til þess,“ segir hann. Fjárfestingakostnaður við verkið er í kringum 300 milljónir króna með smíði, húsgögnum, flutningi, uppsetningu og öllu sem til þarf til að flytja inn í íbúðirnar. 

7 myndir:

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...