Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Katrín Jakobsdóttir, með Aðalbjörgu Ásgeirsdóttur og Eyvindi Ágústssyni, handhöfum landbúnaðarverðlaunanna.
Katrín Jakobsdóttir, með Aðalbjörgu Ásgeirsdóttur og Eyvindi Ágústssyni, handhöfum landbúnaðarverðlaunanna.
Mynd / Róbert Arnar
Fréttir 5. apríl 2024

Bændurnir á Stóru- Mörk verðlaunaðir

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Aðalbjörg Ásgeirsdóttir og Eyvindur Ágústsson, bændurnir á Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum, hlutu landbúnaðarverðlaunin árið 2024.

Verðlaunin hljóta þau fyrir framúrskarandi árangur við innleiðingu loftslagsvænna búskaparhátta. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra, afhenti þeim viðurkenningu í tilefni af því á Búnaðarþingi. 

Þau hafa verið þátttakendur í verkefninu Loftslagsvænn landbúnaður frá árinu 2020. Þau hafa meðal annars unnið markvisst að því að minnka notkun tilbúins áburðar án þess að það komi niður á magni og gæðum uppskeru. Það hafa þau gert með markvissri endurræktun túna, réttum sláttutíma og með því að sá niturbindandi fóðursmára með öðrum grastegundum. Þau stunda öflugt landgræðslustarf á illa grónu landi og er markmið þeirra að endurheimta birkiskóg á Merkurnesi. Aðalbjörg og Eyvindur, ásamt foreldrum Aðalbjargar, hlutu landgræðsluverðlaunin árið 2021.

Aðalbjörg og Eyvindur hafa verið í búskap á Stóru-Mörk frá 2010 þar sem þau eru með rúmlega hundrað og tuttugu kýr og framleiða þau tæpa milljón lítra mjólkur á ári. Kýrnar þeirra voru með hæstu meðalafurðir á landinu í fyrra, eða 8.903 kílógrömm mjólkur eftir hverja árskú. Þar að auki eru þau með nautgripi til kjötframleiðslu, sauðfé og stunda ferðaþjónustu. 

Verðlaunagripurinn sem þau Aðalbjörg og Eyvindur hlutu er eftir Matthías Rúnar Sigurðsson myndhöggvara og ber heitið þykkblöðungur. Verkið er höggið úr íslensku grágrýti sem á uppruna sinn að rekja til vesturbæjar Reykjavíkur.

Þessi frétt er leiðrétt útgáfa á frétt sem birtist upphaflega í prentútgáfu Bændablaðsins 21. mars síðastliðinn.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...