Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Bæta verður aðstæður fæðandi kvenna í dreifðum byggðum
Fréttir 4. ágúst 2016

Bæta verður aðstæður fæðandi kvenna í dreifðum byggðum

„Það er óásættanlegt að konur þurfi að dvelja langdvölum fjarri heimilum sínum meðan þær bíða fæðingar eða séu sendar milli sjúkrastofnana, þannig að börn þeirra fæðist jafnvel í misjöfnum veðrum úti á þjóðvegum. Slíkt er bæði áhættusamt og óöruggt fyrir konur og ófædd börn þeirra,“ segir í ályktun um bættar aðstæður fæðandi kvenna og minnkandi fæðingartíðni og samþykkt var á norrænu þingi kvenfélaga sem haldið var í Vestmannaeyjum í liðnum mánuði. 
 
Fram kemur í ályktun þingsins að fæðingartíðni fari lækkandi á Norðurlöndum, sem leiði af sér að öldruðum fjölgi og ójafnvægi í aldursdreifingu eykst. Inn í þá þróun spili margir þættir og megi þar nefna tekjuóöryggi foreldra og fáar fæðingardeildir, einkum í hinum dreifðari byggðum.
 
Telur þingið að til að sporna við þessari óheillaþróun þurfi að bæta aðstæður fæðandi kvenna og jafnframt að viðhalda gæðum þjónustunnar víða í hinum dreifðu byggðum og þar sem náttúruöflin geta verið óvægin. „Að lifa í sátt við náttúruna snýst m.a. um að viðhalda byggð um land allt,“ segir enn fremur.
 
Markmiðið að efla kynni og miðla reynslu
 
Á þinginu tók Guðrún Þórðardóttir, forseti Kvenfélagasambands Íslands við formennsku í Nordens Kvinnoförbund, NFK. Norræn þing kvenfélaga eru haldin á hverju sumri og skiptast Norðurlöndin á að halda þau, kvenfélagasambönd landanna skiptast einnig á um skipulagningu og framkvæmd þeirra. Markmiðið með þingunum er  að efla kynni og miðla reynslu meðal kvenfélagskvenna auk þess að taka ákvarðanir fyrir félagsheildina. Allar kvenfélagskonur eru velkomnar á þingin. Um 110 konur sóttu þingið í Vestmannaeyjum. Fjölmargir fyrirlestrar voru fluttir á þinginu en þema þess var „Lifað í sátt við náttúruna“. 
 
Næsta þing verður haldið í Sandefjord í Noregi í júní árið 2017. 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...