Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Bæta verður aðstæður fæðandi kvenna í dreifðum byggðum
Fréttir 4. ágúst 2016

Bæta verður aðstæður fæðandi kvenna í dreifðum byggðum

„Það er óásættanlegt að konur þurfi að dvelja langdvölum fjarri heimilum sínum meðan þær bíða fæðingar eða séu sendar milli sjúkrastofnana, þannig að börn þeirra fæðist jafnvel í misjöfnum veðrum úti á þjóðvegum. Slíkt er bæði áhættusamt og óöruggt fyrir konur og ófædd börn þeirra,“ segir í ályktun um bættar aðstæður fæðandi kvenna og minnkandi fæðingartíðni og samþykkt var á norrænu þingi kvenfélaga sem haldið var í Vestmannaeyjum í liðnum mánuði. 
 
Fram kemur í ályktun þingsins að fæðingartíðni fari lækkandi á Norðurlöndum, sem leiði af sér að öldruðum fjölgi og ójafnvægi í aldursdreifingu eykst. Inn í þá þróun spili margir þættir og megi þar nefna tekjuóöryggi foreldra og fáar fæðingardeildir, einkum í hinum dreifðari byggðum.
 
Telur þingið að til að sporna við þessari óheillaþróun þurfi að bæta aðstæður fæðandi kvenna og jafnframt að viðhalda gæðum þjónustunnar víða í hinum dreifðu byggðum og þar sem náttúruöflin geta verið óvægin. „Að lifa í sátt við náttúruna snýst m.a. um að viðhalda byggð um land allt,“ segir enn fremur.
 
Markmiðið að efla kynni og miðla reynslu
 
Á þinginu tók Guðrún Þórðardóttir, forseti Kvenfélagasambands Íslands við formennsku í Nordens Kvinnoförbund, NFK. Norræn þing kvenfélaga eru haldin á hverju sumri og skiptast Norðurlöndin á að halda þau, kvenfélagasambönd landanna skiptast einnig á um skipulagningu og framkvæmd þeirra. Markmiðið með þingunum er  að efla kynni og miðla reynslu meðal kvenfélagskvenna auk þess að taka ákvarðanir fyrir félagsheildina. Allar kvenfélagskonur eru velkomnar á þingin. Um 110 konur sóttu þingið í Vestmannaeyjum. Fjölmargir fyrirlestrar voru fluttir á þinginu en þema þess var „Lifað í sátt við náttúruna“. 
 
Næsta þing verður haldið í Sandefjord í Noregi í júní árið 2017. 
Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...