Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Bannað að fóðra dýr með eldhúsúrgangi
Mynd / BBL
Fréttir 16. maí 2019

Bannað að fóðra dýr með eldhúsúrgangi

Höfundur: smh

Matvælastofnun sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem hún vekur athygli á að bannað sé að fóðra dýr með eldhúsúrgangi. Geti slík fóðrun haft alvarlegar afleiðingar í för með sér enda ein helsta smitleið margra alvarlegra smitsjúkdóma í dýr.

Í frétt á RÚV í gær var greint frá hugmyndum íbúa á Borgarfirði eystra þess efnis að ala svokölluð samfélagssvín,  sem íbúar stefna á að koma sér upp, á lífrænum úrgangi meðal annars frá heimilum. Samkvæmt fóðurlögum og reglugerð um aukaafurðir dýra er slík fóðrun búfjár bönnuð, að því er fram kemur í tilkynningu Matvælastofnunar. Þar kemur fram að einungis er heimilt að fóðra loðdýr með kjöti og öðrum dýraafurðum öðrum en mjólk og eggjum í ákveðnum tilfellum. Reglurnar banni jafnframt notkun hvers kyns eldhúsúrgangs sem fóður fyrir dýr; bæði frá heimilum og veitingastöðum. Það eigi bæði við um hráar og eldaðar matarleifar.

„Ástæða þessa banns er að kjöt og dýraafurðir eru ein helsta smitleið alvarlegra smitsjúkdóma í dýr, svo sem gin- og klaufaveiki, klassískrar svínapestar, afrískrar svínapestar, Newcastle-veiki og fuglaflensu. Eldun dugar ekki til að drepa öll þau smitefni sem matarleifar geta innihaldið,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar.

Gin- og klaufaveikifaraldurinn í Bretlandi rakinn til eldhúsúrgangs

„Gin- og klaufaveikifaraldurinn í Bretlandi árið 2001 er mjög gott dæmi um þá áhættu sem tekin er þegar svínum er gefinn eldhúsúrgangur en uppruni hans var rakinn til svínabús sem fóðraði með hitameðhöndluðum eldhúsúrgangi frá veitingastöðum. Þessi faraldur varð til þess að a.m.k. 6,5 milljónir dýra (nautgripir, sauðfé og svín) voru aflífuð og ársframleiðsla á búfjárafurðum á landsvísu var 20% minni en áætlað var. Fjárhagslegt tjón landbúnaðar- og matvælageirans var um þrír milljarðar punda og ferðamálageirinn tapaði öðru eins. Heildarkostnaður fyrir þjóðina er talinn hafa verið um átta milljarðar punda. Ætla má að afleiðingar af slíkum faraldri hér á landi yrðu mjög alvarlegar, jafnvel óbætanlegar fyrir íslenska dýrastofna.

Gin- og klaufaveiki hefur aldrei borist til Íslands en hins vegar hafa tveir aðrir alvarlegir smitsjúkdómar borist í svín hér á landi. Annars vegar svínapest (e. classical swine fever) sem kom upp árið 1942 og hins vegar blöðruþot (e. vesicular exanthema) árið 1955. Í báðum tilvikum var hægt að rekja smitið til eldhúsúrgangs,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...