Birki þekur 1,5% landsins
Endurkortlagningu náttúrulegra birkiskóga og -kjarrs á Íslandi er lokið. Niðurstaða kortlagningarinnar sýnir að í fyrsta sinn frá landnámi eru birkiskógar landsins stækka og þekja nú hálft annað prósent landsins.
Mest hafa skógarnir breiðst út á Vestfjörðum og Suðurlandi.
Á kynningarfundi Rannsóknastöðvar Skógræktarm Íslands að Mógilsá sagði Aðalsteinn Sigurgeirsson forstöðumaður að hnignun skóganna sem hófst við upphaf byggðar í landinu sé lokið og að birkiskógarnir farnir að breiðast út á ný.