Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Þorvaldur Jónsson, bóndi í Brekkukoti, segir mjög sniðugt að nota sauðatað, dreifa því með keðjudreifara og gróðursetja trén beint í landið á eftir.
Þorvaldur Jónsson, bóndi í Brekkukoti, segir mjög sniðugt að nota sauðatað, dreifa því með keðjudreifara og gróðursetja trén beint í landið á eftir.
Fréttir 15. nóvember 2017

Bóndi í Reykholtsdal hefur grætt upp 80–90 hektara og sett niður 34.000 tré

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Kraftaverk má vinna með lífrænum úrgangi sem til fellur í samfélaginu, til dæmis á sveitabæjum. Næringarskortur á melum gerir að verkum að þeir gróa seint upp þrátt fyrir beitarfriðun. Flýta má mjög fyrir gróðurframvindu með því að bera lífrænan áburð á melana.
 
Gott dæmi um þetta er öflugt starf Þorvaldar Jónssonar, bónda í Brekkukoti í Reykholtsdal, Borgarfirði. Þorvaldur fór fljótlega eftir að hann tók við búi í Brekkukoti 1990 að fikta við að bera moð undan súgþurrkunargrindum í hlöðunni á svæði þar sem hafði verið malarnám. Smám saman vatt landbótastarfið upp á sig og Þorvaldur hefur náð góðum tökum á nýtingu lífræns úrgangs sem til fellur á búinu til landgræðslustarfa og skógræktar.
 
Fiktið varð að fíkn
 
Þegar Þorvaldur fór að sjá árangur segir hann að fiktið hafi orðið að fíkn og nú hefur hann grætt upp um 80–90 hektara sem áður voru bara berir melar og eru nú orðnir grasi grónir. Rétt fyrir aldamótin var líka farið að rækta skóg á svæðinu, m.a. á svæði þar sem Þorvaldur hefur notast við seyru sem áburð.
 
Settar hafa verið niður um 34.000 trjáplöntur. Þorvaldur segir mjög sniðugt að nota sauðatað, dreifa því með keðjudreifara og gróðursetja trén beint í landið á eftir. Frá þessu er greint á vef Skógræktarinnar. 

Skylt efni: Landgræðsla

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...