Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Þorvaldur Jónsson, bóndi í Brekkukoti, segir mjög sniðugt að nota sauðatað, dreifa því með keðjudreifara og gróðursetja trén beint í landið á eftir.
Þorvaldur Jónsson, bóndi í Brekkukoti, segir mjög sniðugt að nota sauðatað, dreifa því með keðjudreifara og gróðursetja trén beint í landið á eftir.
Fréttir 15. nóvember 2017

Bóndi í Reykholtsdal hefur grætt upp 80–90 hektara og sett niður 34.000 tré

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Kraftaverk má vinna með lífrænum úrgangi sem til fellur í samfélaginu, til dæmis á sveitabæjum. Næringarskortur á melum gerir að verkum að þeir gróa seint upp þrátt fyrir beitarfriðun. Flýta má mjög fyrir gróðurframvindu með því að bera lífrænan áburð á melana.
 
Gott dæmi um þetta er öflugt starf Þorvaldar Jónssonar, bónda í Brekkukoti í Reykholtsdal, Borgarfirði. Þorvaldur fór fljótlega eftir að hann tók við búi í Brekkukoti 1990 að fikta við að bera moð undan súgþurrkunargrindum í hlöðunni á svæði þar sem hafði verið malarnám. Smám saman vatt landbótastarfið upp á sig og Þorvaldur hefur náð góðum tökum á nýtingu lífræns úrgangs sem til fellur á búinu til landgræðslustarfa og skógræktar.
 
Fiktið varð að fíkn
 
Þegar Þorvaldur fór að sjá árangur segir hann að fiktið hafi orðið að fíkn og nú hefur hann grætt upp um 80–90 hektara sem áður voru bara berir melar og eru nú orðnir grasi grónir. Rétt fyrir aldamótin var líka farið að rækta skóg á svæðinu, m.a. á svæði þar sem Þorvaldur hefur notast við seyru sem áburð.
 
Settar hafa verið niður um 34.000 trjáplöntur. Þorvaldur segir mjög sniðugt að nota sauðatað, dreifa því með keðjudreifara og gróðursetja trén beint í landið á eftir. Frá þessu er greint á vef Skógræktarinnar. 

Skylt efni: Landgræðsla

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.