Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Bíldudalsflugvöllur og TF-ORD, vél Flugfélagsins Ernis á flughlaðinu. 
Bíldudalsflugvöllur og TF-ORD, vél Flugfélagsins Ernis á flughlaðinu. 
Mynd / HKr
Fréttir 17. febrúar 2022

Bygging vélaskemmu boðin út á Bíldudalsflugvelli

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Isavia Innanlandsflugvellir hafa boðið út byggingu á vélaskemmu á flugvellinum á Bíldudal.

„Aðalástæðan fyrir tækja- og sandgeymslu sem þessari á Bíldudals­flugvelli er að rekstrar­öryggi vallarins sé aukið,“ segir Sigrún Björk Jakobs­dóttir, framkvæmdastjóri Isavia Innan­landsflugvalla, í fréttatil­kynn­ingu um málið.

„Við núverandi aðstæður er sand­ur til hálkuvarna á flugbraut sóttur til Bíldudals, eða í sjö kílómetra fjarlægð frá flugvellinum. Það er mikið óhagræði í því þar sem oftast þarf að hálkuverja með mjög stuttum fyrirvara og því er nauðsynlegt að hafa sandinn á staðnum. Þessu til viðbótar verður einnig aðstaða til viðhalds og viðgerða tækja í skemmunni.“

Samkvæmt útboðslýsingu felur verkið í sér að reisa vélaskemmu á flugvellinum á Bíldudal. Sökk­ull og plötur verða steyptar, frárennslislagnir lagðar í grunn og skemma reist. Neysluvatn verður lagt að skemmunni frá stofnlögn flugvallarins og ídráttarrör lögð frá brunni við horn bílageymslu að rafmagnsinntaki.

Tilboð vegna verkefnisins verða opnuð þann 14. febrúar næstkomandi kl. 13. Áætluð verklok eru næsta haust, nánar tiltekið þann 30. september.

Skylt efni: Bíldudalur

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...