Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Bíldudalsflugvöllur og TF-ORD, vél Flugfélagsins Ernis á flughlaðinu. 
Bíldudalsflugvöllur og TF-ORD, vél Flugfélagsins Ernis á flughlaðinu. 
Mynd / HKr
Fréttir 17. febrúar 2022

Bygging vélaskemmu boðin út á Bíldudalsflugvelli

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Isavia Innanlandsflugvellir hafa boðið út byggingu á vélaskemmu á flugvellinum á Bíldudal.

„Aðalástæðan fyrir tækja- og sandgeymslu sem þessari á Bíldudals­flugvelli er að rekstrar­öryggi vallarins sé aukið,“ segir Sigrún Björk Jakobs­dóttir, framkvæmdastjóri Isavia Innan­landsflugvalla, í fréttatil­kynn­ingu um málið.

„Við núverandi aðstæður er sand­ur til hálkuvarna á flugbraut sóttur til Bíldudals, eða í sjö kílómetra fjarlægð frá flugvellinum. Það er mikið óhagræði í því þar sem oftast þarf að hálkuverja með mjög stuttum fyrirvara og því er nauðsynlegt að hafa sandinn á staðnum. Þessu til viðbótar verður einnig aðstaða til viðhalds og viðgerða tækja í skemmunni.“

Samkvæmt útboðslýsingu felur verkið í sér að reisa vélaskemmu á flugvellinum á Bíldudal. Sökk­ull og plötur verða steyptar, frárennslislagnir lagðar í grunn og skemma reist. Neysluvatn verður lagt að skemmunni frá stofnlögn flugvallarins og ídráttarrör lögð frá brunni við horn bílageymslu að rafmagnsinntaki.

Tilboð vegna verkefnisins verða opnuð þann 14. febrúar næstkomandi kl. 13. Áætluð verklok eru næsta haust, nánar tiltekið þann 30. september.

Skylt efni: Bíldudalur

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...