Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Bíldudalsflugvöllur og TF-ORD, vél Flugfélagsins Ernis á flughlaðinu. 
Bíldudalsflugvöllur og TF-ORD, vél Flugfélagsins Ernis á flughlaðinu. 
Mynd / HKr
Fréttir 17. febrúar 2022

Bygging vélaskemmu boðin út á Bíldudalsflugvelli

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Isavia Innanlandsflugvellir hafa boðið út byggingu á vélaskemmu á flugvellinum á Bíldudal.

„Aðalástæðan fyrir tækja- og sandgeymslu sem þessari á Bíldudals­flugvelli er að rekstrar­öryggi vallarins sé aukið,“ segir Sigrún Björk Jakobs­dóttir, framkvæmdastjóri Isavia Innan­landsflugvalla, í fréttatil­kynn­ingu um málið.

„Við núverandi aðstæður er sand­ur til hálkuvarna á flugbraut sóttur til Bíldudals, eða í sjö kílómetra fjarlægð frá flugvellinum. Það er mikið óhagræði í því þar sem oftast þarf að hálkuverja með mjög stuttum fyrirvara og því er nauðsynlegt að hafa sandinn á staðnum. Þessu til viðbótar verður einnig aðstaða til viðhalds og viðgerða tækja í skemmunni.“

Samkvæmt útboðslýsingu felur verkið í sér að reisa vélaskemmu á flugvellinum á Bíldudal. Sökk­ull og plötur verða steyptar, frárennslislagnir lagðar í grunn og skemma reist. Neysluvatn verður lagt að skemmunni frá stofnlögn flugvallarins og ídráttarrör lögð frá brunni við horn bílageymslu að rafmagnsinntaki.

Tilboð vegna verkefnisins verða opnuð þann 14. febrúar næstkomandi kl. 13. Áætluð verklok eru næsta haust, nánar tiltekið þann 30. september.

Skylt efni: Bíldudalur

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum
Fréttir 11. mars 2025

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum

Fasteignaskattar og úrgangsmál voru hitamál á deildarfundi landeldisbænda.

Skólpið tekið til kostanna
Fréttir 11. mars 2025

Skólpið tekið til kostanna

Unnið er að valkostagreiningu varðandi lausnir fyrir endurbætur á skolphreinsun ...