Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Bylting í byggðamálum
Fréttir 12. mars 2015

Bylting í byggðamálum

Höfundur: Hörður Kristjánsson

„Ísland ljóstengt – landsátak í uppbyggingu fjarskiptainnviða“ er yfirskrift skýrslu starfshóps innanríkisráðherra um tillögur til úrbóta í fjarskiptamálum sem kynnt var í gær.
Þar eru jafnframt settar fram tillögur til ráðherra um leiðir til átaks sem ná mun til allra landsvæða um eflingu fjarskipta.

Markmið fyrsta hluta átaksverkefnisins 2015–2020 er að tryggja öllum landsmönnum breiðband (100 Mb/s).

Nær til 80% af láglendi í byggð

Átaksverkefnið nær til um 80% af láglendi í byggð. Tillögurnar byggja á að grófhannað var ljósleiðarakerfi fyrir þá staði sem ekki hafa aðgang að ljósneti eða ljósleiðarakerfum í dag.

Heildarkostnaður 5-6 milljarðar

Samkvæmt kostnaðarmati sem verkfræði­­fyrirtæki vann fyrir fjarskiptasjóð er heildarstofn­kostnaður við þá uppbyggingu breiðbands 5,1–6,7 milljarðar króna á núverandi markaðsbrestsvæðum.

Starfshópurinn greindi þrjár meginleiðir til að takast á við þetta verk og  leggur til að farin verði svonefnd samstarfsleið. Leiðin byggir á samvinnu við heimamenn á hverjum stað þannig að sveitarfélög og ríkið ákveða í sameiningu forsendur forgangsröðunar framkvæmda með hliðsjón af þingsályktun um stefnumótandi byggðaáætlun 2014–2017 og innviðamarkmiðum fjarskiptaáætlunar.

Metnaðarfullt verkefni og bylting í byggðamálum

Haraldur Benediktsson, formaður starfshópsins, segir það vissulega metnaðarfullt að leggja fram þá tillögu að breiðbandstenging verði hluti af grunnþjónustu allra landsmanna 2020.
„Í raun færir það landsmönnum mikil sóknarfæri.  Ef af landsátakinu verður, er hér á ferðinni ein mesta bylting í byggðamálum sem Alþingi getur stuðlað að. Ég þekki það ekki síst af starfinu á vettvangi Bændasamtakanna að óbreytt ástand er óviðunandi fyrir flestar sveitir landsins. Fátt mun breyta meira um nýja sóknarmöguleika allra byggða.  Ég vek ekki síst athygli á því að verkið nær til allra landshluta – það eru til dæmis um 65 tengistaðir í Reykjavík þarna undir. Við getum talað um nýja tíma í svo mörgum málum – atvinnumálum, byggðamálum, opinberri þjónustu, framboði á námi og búsetuskilyrði. 

Það er grundvallaratriði fyrir fyrirtæki að fá gott netsamband til að tryggja samkeppnishæfni sína. Fyrir heimilin og héruð sem stórbæta búsetuskilyrði. Fyrir fjarskiptamarkaðinn sem þarna fær tækifæri til að gjörbreyta þjónustuframboði sínu og fyrir neytendur sem geta þá valið fjarskiptaþjónustu af bestu gæðum sem þeim hentar. Landsátakið á sér líka fleiri hliðar eins og bætt rekstraröryggi fjarskipta og annarra innviða eins raforkukerfis,  og ekki síst möguleika á að byggja enn frekar undir útbreiðslu á farnetinu – sem ekki síst bætir öryggi vegfarenda. Skapar nýja möguleika í ferðaþjónustu svo dæmi sé nefnt.  Í raun held ég að enginn geti í raun spáð fyrir um allar þær breytingar sem slíkt átak og ákvörðun getur haft í för með sér – verði tillögur okkar að veruleika.“ 

Skylt efni: Byggðamál | ljósleiðari

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...